Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 80
Timarit Máls og menningar hljóðu ofvæni. Það er ekkjan sem verður fyrst til að hreyfa sig. Hún ryðst frainhjá tengdadóttur sinni og augu hennar skjóta gneistum. En áður en hún kemst alla leið er hurðinni hrundið á gátt. Og það sem birtist í gættinni er ekkert yfirnáttúrlegt, þótt það sé óvænt, heldur hár, þrekinn og rauðbirkinn karlmaður, sýnilega eitthvað við skál, og flaðrandi upp um hann hundurinn Sesar, með óhóflegum vinalátum. Jössi! hrópa systkinin samtímis. — Nú, hver fjandinn sjálfur, hvaða hallelújasamkoma er hér? hrópar komumaður, góðlátlegri, drafandi kæruleysisröddu. — Komið þið sæl, ætlaði ég að segja. Hvurslags bænabókarandlit eru þetta? Það er eins og þið hafið átt von á aft- urgöngu. Stúlkan stekkur á hann, þrýstir sér upp að honmn og kyssir hann feginshugar. — Jössi, mikið er ég fegin að þú ert kominn. — Nú, er eitthvað að? Og livað sé ég, er þetta ekki presturinn sjálfur? Er verið að skíra? Nei, fjandinn liafi það, það er ekki svo langt siðan . .. — Komdu sæll, Jörundur, grípur ekkjan fram í fyrir honum, lieldur þyrrk- ingslega. — Og far þú út aftur með hundfjandann, Elías. Hvernig stendur á því að þú kemur inn með hundinn, Jörundur? Þú hefir liklega séð, að það var búið að ganga frá honum fyrir nóttina. — Engin læti, mamma, engin læti. Hundgreyið varð vart við mig og byrj- aði að gelta um leið og ég steig út úr bílnum. Hver á betri vin en hund? Og ætti maður ekki að heilsa sínum bezta vini, þegar maður kemur heim úr út- legðinni á nýjum bíl? Sínum bezta vini, móðir mín, skilurðu það? Sesar hefir alltaf verið minn eini, sanni vinur. Ég hef ort um hann vísu, ég, sem hef aldrei getað klúðrað saman vísu skammlaust. — Mig varðar ekkert um það. Seztu þarna hjá henni Halldóru minni og þegiðu meðan við ljúkum þessu af. Og far þú út með hundinn, Elías. — Út með hundinn, ég held nú síður. Þar sem hundurinn er, þar verð ég. Ef þið rekið hundinn út, þá fer ég með honum. Ég fyrirbýð þér að snerta hundinn, Elías bróðir, annars skaltu fá að kenna á þessum hérna. Og þessi er bróðir lians. Og sýnir bróðurnum kreppta hnefa sína, stóra og blárauða með loðin handarbök. En þegar Elías bróðir lians horfir á móti með hýru í svipn- um, eins og hann hafi aldrei í fýlu verið fyrr né síðar, þá snýr komumaður sér að Halldóru og sezt hjá lienni. — Og þú hér, Halldóra mín. Og alltaf jafn mjúk, ung og falleg. Þú hlýtur að yngjast með hverju ári. Ég sef hjá þér í nótt, svei mér þá. Við gefum skít í aldursmuninn. Þú gætir verið móðir mín, en ég gef skít í það, ég sef hjá þér í nótt. Kanntu þessa: Feginn vildi ég fara — og hvíslar í eyrað á Halldóru, en heldur síðan áfram upphátt — hana fóstru mína, þó að ég af 398
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.