Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 94
Tímarit Máls og menningar
Ómaksins vert ætti að vera að huga
ögn að stefnu ritsins eða höfunda
þess, en ekki er ævinlega víst að höf-
undar á þessum tímum sýni manni
rakleitt inn í hugskot sitt. Eins og
kunnugt er gerði einveldið skýlausar
kröfur til þegna sinna um stuðning
við stjórnina í öllu verulegu, annað
taldi hún drottinsvik. Um Mánaðar-
tíðindin er þó óhætt að fullyrða, auk
þess sem andi fræðslustefnunnar er
leiðarljós þeirra, að ritstjórinn er
andvígur einokunarverzluninni. Hann
er hallari undir landbúskap en sjáv-
arútveg. Þá er hann fýsandi þess að
menn varpi frá sér fornum fordóm-
um gagnvart hrossakj ötsáti og fátæk-
lingar að minnsta kosti hætti að urða
hrossskrokka eins og pestardýr eða
fordæma þá fáu sem þegar voru farn-
ir að bjóða almenningsálitinu byrg-
inn og leggja sér hrossaslátur til
munns. Þá er í tíðindunum mælt
með fækkun á hinum óhóflega mörgu
helgidögum sem enn viðgengust úr
kaþólskum sið.
Fullyrða má að ritstjórinn hafi
skrifað megnið af því sem í ritinu
birtist, en þó ekki allt. Lætur hann
þess getið er hann afsakar lélegan
prófarkalestur og fleiri frágangsgalla
að hann sé að staðaldri fjarri prent-
unarstað, og sé sumt í ritinu birt án
sinnar vitundar.
Stofnandi prentverksins í Hrapps-
ey, Ólafur Ólafsson eða Olavíus,10
hvarf næstum strax frá því alfarið.
Komst það þá í eigu og umsjá Boga
Benediktssonar eldri,11 en hann var
efnaður stórbóndi við Breiðafjörð,
óskólagenginn en vel að sér á íslenzka
vísu. Ekki var hann samt fær um eða
fallinn til að vinna sjálfur að rit-
störfum eða útgáfu; en hann hafði
í þjónustu sinni ýmsa menn til slíkra
starfa, þar á meðal tengdason sinn
Jón Þorláksson skáld, síðast prest á
Bægisá.
Drýgstur allra samverkamanna
Boga við útgáfuna í Hrapspey var án
efa sýslumaður Dalamanna, Magnús
Ketilsson, og eins og þegar hefur ver-
ið sagt féll það í hans hlut að stýra
blaðinu.
Magnús Ketilsson fæddist á Húsa-
vík hinn 29. janúarmánaðar 1732,
sonur hjónanna sr. Ketils Jónssonar
prests þar og Guðrúnar Magnúsdótt-
ur systur Skúla landfógeta. Hann var
í Hólaskóla árin 1745—1749; síðan
var hann tvö ár í þjónustu Sveins
lögmanns Sölvasonar, en 1751 fór
hann utan og var skráður í stúdenta-
tölu háskólans í Kaupmannahöfn
hinn 18. desembermánaðar það ár að
loknu inntökuprófi eins og þá tíðk-
aðist. Tæpu ári síðar lauk hann heim-
spekiprófi, en einkum lagði hann
stund á lögfræði. Hann lauk ekki
embættisprófi, enda fékk hann veit-
ingu fyrir Dalasýslu hinn 19. febrúar-
mánaðar 1754. Virðist þá hafa verið
ástæðulaust fyrir hann að dvelja
lengur við námið. Annars var ekki
412