Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 95
ótítt um þessar mundir og lengur að
menn sem laganám stunduðu hyrfu
frá því óloknu, er þeim bauðst emb-
ætti. Samt var gert ráð fyrir að sýslu-
menn væru lærðir lögfræðingar, og
að sjálfsögðu sátu slíkir fyrir beztu
sýslunum og öðrum frama, þó að
lengi enn væri embættisaldur (ancien-
nitet) þungur á metum gagnvart
mönnum sem voru að standa upp frá
græna borðinu.
Dalasýsla mun fyrr og síðar hafa
verið með tekjulægstu sýslum lands-
ins. Engu að síður sat Magnús þar
sem fastast til æviloka og í bezta yfir-
læti að því er séð verður. Gerðist
hann brátt auðugur á íslenzkan mæli-
kvarða, enda var hann hinn mesti
búhöldur. Eftir hann liggja einnig
mikil ritstörf, prentað og óprentað,
frumsamið og þýtt, um atvinnumál,
lögfræði, ættfræði og jafnvel mál-
fræði.
Eftir heimkomuna settist hann
fyrst að í Hrappsey; 1755 fluttist
hann að Arnarbæli á Fellsströnd,
1758 að Melum og 1762 að Búðardal
á Skarðsströnd. Þar bjó hann síðan
til dauðadags, 18. júlímánaðar 1803.
Hann var tvíkvæntur; fyrri kona
hans og móðir allra barna hans var
Ragnhildur Eggertsdóttir frá Skarði
(fædd 1740, dáin 1793); hin síðari
var Elín Brynjólfsdóttir frá Fagradal
(dáin 1827), ekkja sr. Markúsar
Pálssonar á Auðkúlu.
Fyrstu íslenzku tímaritin I
Margt bendir til þess að Magnús
hefði orðið fyrirtaks blaðamaður ef
hann hefði búið við betri aðstæður
í þeim efnum. Má fullyrða að íslenzk-
ir blaðamenn séu vel sæmdir af hon-
um sem brautryðjanda í starfi. Hann
átti fjölmörg áhugamál og virðist
hafa verið ólatur við skriftir, en slíkt
kom sér líka vel fyrir konunglegan
embættismann á blómaskeiði skrif-
stofuveldisins.
Eins og þá var títt meðal skóla-
genginna manna og annarra sem þess
voru umkomnir, blandaði Magnús
ritmál sitt óspart með útlendum orð-
um hvort sem hann samdi á íslenzku
eða dönsku. Setningaskipunin dró
líka dám af latínu, þýzku eða kansel-
lísstíl svonefndum. Danskan lék víst
ekki í penna hans; úir þar og grúir
af íslenzkum orðum í dönskum bún-
ingi, svo að helzt minnir á skopstæl-
ingu. Hann talar t. d. um „Vinde-
mænd“, „Kiöbemænd“ og „at kiære
sig om noget“. — En í þessu sem
öðru er hann ósvikið barn sinnar ald-
ar. Málvöndun var mönnum þá að
mestu framandi, en mestu máli skipti
að boðskapurinn kæmist til skila og
varðaði þá minnstu þó að hann skart-
aði ekki fegurstu flíkum málsins.12
Lœrdómslistajélagið og Gömlu
félagsritin
Fyrsta íslenzka fréttablaðið kom út
á einni af hinum óteljandi eyjum
413