Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 100
Tímarit Máls og menningar Atvikunum þóknaðist að haga því svo að útgáfustarfsemi Lærdómslista- félagsins bar upp á einhvern dapur- legasta kaflann í allri landssögunni, ár móðuharðindanna. Engu að síður virðist bjartsýni félagsmanna hafa hitt á óskastund í vissum skilningi. Meðan Jóns Eiríkssonar naut við voru allir örðugleikar yfirstignir, og voru þeir þó margir og margvíslegir eins og nærri má geta. Ótrúlega margir virðast hafa reynzt boðnir og búnir til að leggja ritunum til efni, en á hinn bóginn munu of fáir ís- lendingar í senn hafa haft vilja og getu til að kosta útgáfuna, þó ekki væri nema með því að kaupa ritin og greiða þau. En þá kom til bjargar styrkur frá stjórninni og einstökum fjársterkum valdamönnum dönskum. Sjálfsagt má og telja að engir hafi unnið félaginu í eiginhagnaðarskyni. Ritstörf hafa lengstum ekki verið talin launa verð á íslandi. Þótt íélaginu auðnaðist ekki slíkt langlífi sem lög þess kváðu á um („standi og halldizt um Alldr og Ævi“), þá auðnaðist því að láta eftir sig áþreifanlegan vitnisbíurð. Hið sögulega afrek félagsmanna er prýði- legt ársrit þeirra, Rit þess (konung- lega) Islenzka Lœrdóms-Lista Félags, sem alls kom út í 15 bindum (eða bindinum eins og þeir sögðu) á ár- unum 1781-1798, en fyrir árin 1780 —1794. Síðasta bindið var þó aldrei til lykta leitt, þótt félagið starfaði áfram í orði kveðnu, unz afráðið var að afhenda reitur þess Hinu íslenzka Bókmenntafélagi sem verðugum arf- taka. Þau ákvæði laganna sem sögðu að félagið skyldi styrkja allar greinir lista og vísinda sem á einhvern hátt mætti gagna íslandi kunna að þykja bera vitni um yfirlæti. En þau gáfu stjórnendunum óneitanlega mikið svigrúm, og í framkvæmd fór það svo að hagnýt fræðsla sat alveg í fyrirrúmi. Var það ofureðlilegt eins og á stóð. Af höfundatali ætti þó að mega sjá að furðu margra grasa kennir á efnisskránni. Það eru engar ýkj ur að J ón Eiríks- son var lífið og sálin í útgáfustarfi félagsins meðan hans naut við. Hann mótaði eflaust stefnuna og hans á- hrifum má þakka að svo margir og mætir höfundar lögðu hönd á plóg- inn sem raun ber vitni. Eftir fráfall Jóns fer félaginu ört hnignandi, þótt það legði ekki árar í bát fyrr en und- ir aldamótin 1800. Ein ástæða hnign- unarinnar er sögð hafa verið sú að höfundar undu illa dómum félagsins á verkum sínum. Sjálfsagt var að út- gefendur fengju að velja eða hafna því sem þeim barst af ritgerðum („leturgjördum“ eins og þeir sögðu oftast). Virðist það og hafa verið lát- ið gott heita meðan Jóns naut við og flestir getað unað því að verkum þeirra væri breytt lítilsháttar, svo sem að málfari. En þegar ungir stúd- 418
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.