Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 105
Umsagnir um bækur tJtmálun ncikvæðisins Tómas Jónsson, Metsölubók er ein þeirra skáldsagna sem eru samdar til að splundra skáldsöguforminu, sprengja undan því grundvöllinn og spotta það.1 Vel má líta svo á að þessi bók sé afurð þeirra tilrauna og umræðna um skáldsöguna, þeirrar end- urskoðunar á skáldsöguforminu, sem ýmsir eftirtektarverðir rithöfundar hafa staðið fyrir hin síðari ár. Fjarri fer því þó að höf- undur hafi ritað verk sitt eftir tilbúinni formúlu; og þó að hann hafi eitthvað lært af ný-róman-mönnum svokölluðum, viður- kennir hann þá enganveginn í verki sem meistara sína. Þar sem flestar skáldsögur þessarar bókmenntaöldu hafa markazt af nokkurri hófsemi, grisjun mætti kannski segja, strangleika, ef ekki einstrengings- hætti, þá einkennist Tómas Jónsson hins- vegar miklu fremur af ofgrósku, fjölbreytni í formi, útsláttarsemi og óhófi. Ymislegt í sjálfu formi bókarinnar gæti fremur minnt á rómantísk umbrot en nákvæmniskreddur „ný-rómansins“. Tómas Jónsson, „ég“ bókarinnar, liggur dauðvona í bælinu, eins og Malone hjá Beckett (þó naumast sé tilefni til að draga neinar ályktanir af þeirri hliðstæðu), og krotar í stílabækur hvað sem honum dettur í hug, martraðir sínar og drauma hvað þá annað. I þessu er fólgin réttlætingin á formi bókarinnar. 1 Guðbergur Bergsson: Tómas Jónsson, Metsölubók. Helgafell 1966. 355 bls. Þrátt fyrir fyrstu-persónu-frásögnina finnst lesandanum að þessari persónu sé að nokkru lýst utan frá, það er að segja, að hann hafi höfundinn sín megin, and- spænis persónunni; útlínur hennar eru að vísu á reiki en lýsingin er eigi að síður skýr á smáborgara og kverúlant, meira að segja sparifjáreiganda, sem hefur að lík- indum lesið Mánudagsblaðið reglulega, hefur allt á homum sér, er fullur af hé- giljum, sérvizku og sjálfsupphefð, mann- hatri og allskonar áráttum. Skopleiksper- sóna, neikvæð að öllu leyti, nema einfald- lega sé fallizt á orð höfundarins í „Eftir- mála handa Reykvíkingum": „Líf hans r...] var ekkert.“ Og: „Sumar manneskjur eru bein afleiðing hugsunar. Líf þannig fólks og gerðir er ekki sjálfsprottið, heldur ræktað við umhyggju í vermireit. Án hugs- unar yrði líf þess ekkert nema ömurleiki. Aðrar manneskjur lifa villtu, sjálfsprottnu lífi, sem krefst engrar hugsunar [...] Tómas Jónsson er í hvorugum flokknum.“ Persónan sem verið er að lýsa væri þá „hvorki þetta né hitt“, varla sérstök per- sóna, með öðrum orðum: gjörsamlega „normöl", og umfram allt: ekki uppréttur maður. En hinn „upprétti maður“ hefur nú um all-langt skeið verið sjaldséður fugl í þeim skáldverkum sem unnt er að taka alvarlega. Hvatirnar sem knýja menn áfram — dýrlegt rannsóknarefni skáldsagnahöf- unda um aldir! — eru nú ekki heldur sjáanlegar nema sem daufar endurspeglan- ir, hvatir Tómasar Jónssonar eru á lægsta 423
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.