Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 39
Sögukorn af Lýð bónda í Lyngeyjum Borga. Við Geiri erum ekki vanir að taka borgun fyrir að skjóta manni uppyfir flóagreyið. Þú átt ekkert að borga. En Skúli kveðst ekki vera neinn beiningamaður og réttir að bónda tvo tíukrónu seðla. Tuttugu krónur í bankóseðlum, segir Lýður. Þetta er alltof mikið Skúli minn. Þó stingur hann seðlunum í brjóstvasa sinn, kveður gestinn föstu og hlýju handtaki og biður guð að blessa hann. — Allra almennilegasti maður greyið, tuldrar hann við sjálfan sig um leið og hann stígur útí bátinn. Hann er greiðugur kallinn. Með rifuðum seglum sigla þeir Lýður og Geiri útá flóann sem nú er orðinn allúfinn. Þeir eiga langa og stranga ferð framundan. Stormurinn stendur beint af eyjunum. Skúli horfir eftir þeim þar sem þeir sigla fyrsta bóginn. Báturinn sýnist svo lítill og veikur úti í þessum hvítfaldaða sjó, að honum finnst það næst galdri hann skuli ekki hverfa að fullu og öllu í djúpið eða velta um koll með kjöl og menn mænandi til himins. En hjá þeim félögum er ekki að. Báturinn klýfur öldurnar og smýgur um dali þeirra. Geiri situr miðskips með fokkuskautið laust, Lýður við stýrið með laust stórseglsskautið og raular vísu. Silkihlíðar sjóvotar senn fá blíðu kjörin. Undir fríðu eyjarnar og allvel skríður knörinn. Þetta er ein af uppáhalds sjóferðavísum Lýðs bónda enda lærð við kné ömmu hans, og aldrei stýrir hann svo báti um flóann hvort heldur er stormur eða logn, austan rosi eða vestan garri, jómfrúleiði eða gúlpur á hnýfil, að hann ekki rauli hana sér til skemmtunar með viðaukanum frá sjálfum sér í seinustu línu. Nú kann hann við sig. Að finna bátinn hlýða hreyfingu handarinnar á sveifinni, að þeyta honum framhjá fjúkandi faldi öldunnar og skjóta boðan- um ref fyrir rass, er það ekki að fara í eina smáglímu við Guð almáttugan? — Og undir fríðu eyjarnar, og undir fríðu eyjarnar, og allvel skríður knörinn. — Og báturinn lítill og veikur titrar af glímuskjálfta um leið og hann kveik- ir gleðina hljóða og gætna í dökkum strikum undir ýrðum gráum brúnum. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.