Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 72
Timarit Máls og menningar
legu háði í samtalinu milli Andrisar
og Filpusar — skoðanaágreiningur
þeirra tekur meðal annars til háralit-
ar og augna! Hins vegar skipta meira
máli þær athugasemdir sem Þórberg-
ur gerir við túlkun staríshróður síns
á siðgæðismati Erlends. Þannig vitn-
ar hann í eftirfarandi setningu er
Halldór leggur í munn vinar síns:
„Það líður varla sá dagur að ég gefi
ekki einhverjum drykkjuræfli vini
mínum fyrir flösku“ (Skáldatími,
hls. 177). Gegn þessu teflir Þórherg-
ur andstæðum ummælum Erlends er
hann kveðst sjálfur hafa orðið áheyr-
andi að: „Maður á aldrei að láta
menn hafa peninga til að drekka
fyrir“. Og hann lítur svo á, „að Er-
lendur hefði aldrei lagt manni þetta
heilræði, ef hann hefði ekki farið
nokkurnveginn eftir því sjálfur“
(Tímarit bls. 174). Yfirleitt fellir
Þórbergur sig illa við að Halldór
eigni Erlendi þversagnakennda af-
stæðuviðmiðun — svo ekki sé sagt
nihilisma — í lífsviðhorfi, meðal
annars pólitísku. Slík afstaða vitnar
ekki um frjálslyndi og sanna mann-
úð, hún er rangsnúin mannúð. Hér
hefur Halldór, samkvæmt skoðun
Þórbergs, gert sér far um að breyta
hinum látna vini í samherja í núver-
andi stöðu hans sjálfs. Svipaða and-
úð á þessari lýsingu á Erlendi lætur
rithöfundurinn Gunnar Benedikts-
son einnig í ljós í ritdómi sínum um
Skáldatíma (Þjóðviljinn 17/111963).
Einnig í þessu atriði virðist gagn-
rýnin á lýsingu Erlends hafa sett spor
í samtal Andrisar og Filpusar. Þeir
hafa ólíkar skoðanir á viðhorfi meist-
arans gagnvart víndrykkju og hjú-
skaparbrotum. Kynlífssiðgæði er
reyndar einnig til umræðu í grein
Þórhergs, að vísu ekki fyrst og fremst
í sambandi við Erlend sjálfan heidur
móður hans Unu. Halldór hafði
nefnilega gefið í skyn að í húsi þeirra
væri augunum lokað fyrir „fylliríi og
kvennafari“ (Skáldatími, bls. 169)
hjá hinum mislita gestahópi. En Þór-
bergur fullyrðir — jafnframt því
sem hann hrósar víðsýni Unu, um-
burðarlyndi og hve fjarri hún var
öllum faríseahætti, „að henni var
meinilla við drykkjuskap og lausung
í kynferðismálum“ (bls. 148). Yfir-
leitt er óneitanlega líking með annars
vegar þeirri hlæjandi upphafningu
yfir „öllum hégóma“ (Sjöstafakver-
ið, bls. 169) sem Filpus man eftir í
fari meistarans og hins vegar þeirri
grundvallarreglu „að hjálpa mönnum
að gera það, sem þeir vilja sjálfir“
og skilyrðislausri trú á „frelsið sem
frumskilyrði fyrir mannlegu lífi“
(Skáldatími, bls. 177), sem Halldór
telur sig hafa fundið í fari Erlends.
Þessi hugmyndatengsl milli Jóns í
Brauðhúsum og Erlends í Unuhúsi
hefðu auðveldlega átt að geta mynd-
azt í huga höfundar sem á ungum
aldri fannst hinn roskni vinur vera
„það sem hjá kaþólskum mundi vera
62