Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 84
Tímarit Máls og m enningar snarlegu afgreiðslu. Hér er bent á of- hleðslu sálfræðinnar sem andstæðu við eðli frásagnar og þá tilhneigingu rithöfunda að nota skáldsöguna sem eins konar sorphaug til að varpa af sér eigin vandamálum; ekki kemur á óvart að Freud er hér talinn söku- dólgur: Mikið einkenni skáldsagna í síðnstu kyn- slóð var gríðarlegt háfermi af varníngi sem kallað var sálarfræði og oft átti því miður lítið skylt við þá vondu fræðigrein, en þeim mun meira við óværu sem skriðin var á kynslóðina úr Freud og meira var í ætt við þýska hugspeki og úníversalteóríu en rann- sóknarstofu. Hvaða grilluveiðari sem var gat kosið sér skáldsögu að opinberum vett- vángi til að jafna metin við þá drauga sem fylgdu honum, rölta af sér komplexa, fóbí- ur og maníur sem íslendíngar kalla svarta- gall bríngsmalaskottu rolukast og grautar- sótt (Upphaf mannúðarstefnu, bls. 70). Eftir svarinu við spurníngu hins ameríska tímarits að dæma er dauða- synd nútímaskáldsögunnar einmitt af þessu tagi: „some sort of sickening subjectivist expectoration“. Onnur hætta er samkvæmt tilvitnaðri grein hér að framan ógnar lífi frásagnar- listarinnar, er sú tilhneiging að gera skáldsöguna „að klakstöð fyrir þess- konar táknmál sem einna helst á heima í goðafræði og trúarbrögðum; ellegar menn vilja hafa hana að pré- dikunarstóli eða gera úr henni vagn sem flytji mönnum heim sannleikann“ (bls. 70). Skáldsagan getur blátt á- fram breytzt í „einhverskonar mál- fundafélag únglínga þar sem málefna- ... .■sliflÉBÍÉU 74 skrá veraldarsögunnar er til umræðu einsog hún leggur sig eftir frjálsri að- ferð; þar leitast höfundurinn við að sanna með óttalegum lærdómi sínum og gáfum að hann sé alæta á mannleg vandamál“ (bls. 70—71). í bræði sinni getur Halldór talað um „meta- fýsískt klám“ eftir Henry Miller (bréf til P. H. 16/9 1962); virðist lýsingarorðið hér hafa sömu smán- armerkingu og nafnorðið. í fáum orðum má sem sé segja að Halldór taki fyrir hönd skáldsögunn- ar afstöðu gegn öllu sem beri keim af persónulegum játningum eða boð- skap og áróðri, hvort tveggja á að stríða gegn eðli frásagnarlistarinnar. Hin nýi franski „antiróman“ nær ekki heldur tilgangi sínum í augum hans. Hann felur að vísu í sér rökrétt and- óf gegn Surrealismanum og afleið- ingum hans. En því miður hefur hann tekið upp á „að þræða daufleg- ar troðgötur lýsíngastílsins í spor re- alistanna gömlu.“ Og höfundar þess- arar stefnu kappkosta „að skáganga uppistöðu í skáldsögu, fabúluna, ævintýrið, grindina, en leitar heims þar sem hlutirnir hafa eins lítið sam- band sín á milli og hægt er að komast af með“ (bls. 72). Enn hefur ekkert meistaraverk birzt í þessari grein og þess vegna „hefur fyrirbrigðið því miður ekki náð leingra en verða ein af mörgum miðflóttahreyfíngum sem eru landlægar í nútímabókmenntum frakka“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.