Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 87
binda sig við heim sem svo er smækkaður
að hann tilheyrir í rauninni smásjánni, og
svo er skríngilegur í laginu að það er helst
hægt að kalla hann ferhyrníng meff þrem
hliðum og óendanleikinn liggur í þeirri
fjórðu, sem áhorfendur mynda; og þetta
heimskríli á sér ekki leingri ævi en þeim
orðafjölda nemur sem hægt er að segja
fram á tilteknum kvöldparti (bls. 75).
Innan þessa skáldskaparramma eru
orð dýr og ber að vega þau nákvæm-
lega. Hér getur höfundur ekki eins og
í skáldsögu hellt úr skálum sínum
heimspekilegum vangaveltum út af
veðurfari eða „velorðaöri útmálun
á landslagi; ellegar að breyttu breyt-
anda upptalníngu á snyrtilyfjabuðk-
um og meðalaglösum sem standa upp-
á hillu í baðherberginu hjá honum,
einsog amríski rithöfundurinn Sal-
inger gerir“ (bls. 76) Það er betra að
sleppa því „að fjölyrða um veðurlag
og helst sleppa skýafari með öllu, svo
og sólsetrum og dögg á blómum.
Leikrit krefst enn rneiri sjálfsafneit-
unar í orðafari en skáldsaga, af því
sérhvert orð stendur í ábyrgð fyrir
veruleika þess sem gerist á sviðinu;
ef ekki, standa orðin í ábyrgð fyrir
aungu, og leikritið er út í bláinn“
(bls. 76).
Þó að Plús Ex sé bannlýstur í leik-
ritum, getur hann smeygt sér inn um
eldhúsdyrnar. Ein af þeim tálsnörum
sem bíða leikritaskálda er nefnilega
sú freisting „að prédika móral yfir al-
menníngi í leikhúsinu.“ Þeir geta í
þessu skyni átt það til „að vinda sér
Halldór Laxness á krossgötum
uppá sviðið skrýddir gervi einhvers
leikarans og taka nú til í drynjandi
bassa guðs, líkt og þegar verið er að
hræða krakka með bola, að gefa út af
sér gamla rórillið um nauðsyn hvers-
dagslegrar meðalhegðunar í bæarfé-
laginu“ (bls. 76—77). Þetta er þeim
mun ástæðulausara þar sem „siðgæði
er sennilega sá einn varníngur sem
hver skósmiður og innanbúðarstúlka
í salnum hefur fengið eins vel útilát-
inn og leikhöfundurinn, ef ekki bet-
ur“ (bls. 76).
Sígilt dæmi þess „hvernig góður
rithöfundur getur farið með sig á því
að prédika hverndagslega borgara-
lega meðalhegðun einsog einhverja
himindýrð, er sá mórall sem Goethe
gerir að miðþýngdarstað sögunnar
um Faust“ ])ar sem „einglar koma
sýngjandi á skýum að sækja þennan
dýrðlega skurðgrafara og fylgja hon-
um efri leiðina“ (bls. 77—78). Sömu-
leiðis er margur sagður minnast með
hrolli „hinnar óþolandi siðgæðis-
þvælu nær lokum Péturs Gauts sem
fer lángt með að ónýta þetta ágæta
skáldverk á leiksviði.“ Og - svo tekið
sé dæmi úr nýlegu leikriti - Ionesco
sætir færis í Nashyrningunum „um
það bil leikurinn er á enda og lætur
eina höfuðpersónuna stíga útúr hlut-
verki sínu til þess að gefa út af sér
formúlu sem á að bæta heiminn“.
Samt er Ionesco vitaskuld ekki „meiri
siðferðishetja en ég og þú og aörir
vanalegir menn sem fá að ganga
77