Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 90
Tímarit Máls og menningar
urlöndum; og þessir tveir smámunir cru
hugmyndakerfi freudismans og hugmynda-
kerfi marxismans. Uppreisn Prjónastofunn-
ar er í því falin að hún ignórerar þessa tvo
sannleika sem uppeldi sfðustu kynslóðar
samanstóð af að ótrúlega miklu leyti. Mig
hefur þannig ekki undrað þó leikur sem
bæði er neitun á freudismanum og niarx-
ismanum eigi erfitt uppdráttar og mönn-
um finnist hann í senn óskiljanfegur, ergi-
legur og vitlaus.
Hins vegar hefur höfundurinn eng-
an eigin lykil í höndum. Alíti maður
sig skrifa „óorþódox“ leikrit er það
sennilega rökrétt afleiðing þess að
bjóða mönnum enga nýja leið í
staðinn fyrir þær „ídeólógíur“ sem
hafnað er. En vitaskuld ber að taka
fagurfræðilegt framtal hans með stór-
urn skammti af salti. Til dæmis má
varpa fram þeirri spurningu hvort
það sé raunverulega gerlegt þó ekki
sé nema gera tilraun til að losa sig
við áhrif þeirra menningarstrauma
sem Halldóri sjálfum finnst svo yfir-
þyrmandi. En þar fyrir er ekki rétt að
draga áform hans í efa; þar ber að
taka hann trúanlegan.
Það getur með öðrum orðurn virzt
sem skáldið sæktist í ákveðinni merk-
ingu eftir tímalausri list, óháðri dutl-
ungum tízkunnar. Kannski hugsar
liann í þessu samhandi — mutatis
mutandis — eins og pressarinn í
Dúfnaveislunni. Gamli maðurinn
svarar þeirri spurningu blaðamanns
hvaða breytingar hafi orðið á buxna-
pressarastarfi frá því hann byrjaði, á
þessa leið: „Sumir segja að öllu fari
aftur. Aðrir segja að öllu fari fram.
Þessu er allt öðru máli að gegna í
buxnapressarastarfinu; og það helg-
ast af því að allir menn eru skapaðir
tvífættir ár og síð og alla tíð. Jafn-
vel rennilásinn breytir aungvu“ (bls.
100). Þetta er afstaða sem heldur bet-
ur snýr öfugt við yfirlýsingar hins
unga framúrstefnumanns frá þeim
tíma er Vefarinn mikli frá Kasmír var
í smíðum. I grein um tízku og menn-
ingu frá í mai 1925 (sbr. rit mitt Vef-
arinn mikli II, bls. 42 og áfram) seg-
ir hann að skáld eigi að vera „samtíð-
arinnar barn, markaður hennar æðstu
menning, eða úthrópuðu ómenning,
klæði hans séu kröfur hennar til
forms“:
Þeir lifa einir í framtíðuni allra menta,
sem mestir vorn einhverrar samtíðar, öfl-
ugastar básúnur tísku þeirrar er tínnmi
rjeði þeirra dag. Fornbókmentir eru því
aðeins lærdómsríkar, því aðeins merkar,
að eitt sinn voru þær tískubókmentir.
Þó er ekki víst að Halldór vilji
nú með öllu afneita orðum sínum
frá því hann var tuttugu og þriggja
ára að aldri. Sú eftiröpunarlist í við-
urkenndu formi sem hann helzt sner-
ist gegn í greininni, er allur annar
hlutur en sú list óbundin af skoðana-
kerfum sem fyrir honum vakir nú.
Með fullum rétti gæti hann haldið því
fram að hann hefði reynt skoðana-
kerfi samtíðar sinnar og prófað
30