Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 98
Tímarit Máls og menningar Hávarðar sögu ísfirðings. Atli bóndi í Otra- dal liggur í fýlu undir heykleggja úti á túni^ af því að kominn er Steinþór mágur hans og hann veit að hann er að betla vistir hjá húsfreyju. Svo þegar komumenn eru farnir, þá skreiðist hann inn í bæ og er þá svo kalt, að það gnötrar í honum hver tönn. Hann hefur allt á hornum sér við konu sína og telur það sína mestu ógæfu að hafa eign- azt hana, og Steinþór bróður hennar telur hann allra manna verstan. Þá fer húsfreyja að tala um, hve honum sé kalt og býður honum upp í til sín. Það þiggur hann, en heldur áfram að rífast. Og svo segir sagan ósköp blátt áfram: „Eftir það þagnar hann nokkura stund. Og er honum hitnar, þá mælti hann: „Það er þó að segja, að mikla gersemi á ég, þar sem þú ert. Er það og satt að segja að slíkur rausnarmaður mun eigi finnast sem Steinþór mágur minn““. Þessar tvær frásagnir eru næsta ólíkar, svo skyldar sem þær eru í eðli sínu. I báð- um sögunum gegna samfarirnar dramatfsku hlutverki. I allri sögu Steinars eru kyn- ferðismálin þungamiðjan, og í salernisþætt- inum rís sagan hæst. I frásögn Hávarðar sögu er ekki að finna hin Ijóðrænu leiftur Steinars, og maður veit ekkert, hvað gerzt hefur, fyrr en hin sálrænu áhrif athafnar- innar varpa þar yfir sínu skæra ljósi og hjúskaparvandamálin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Svona sögðu þeir frá gömlu höf- undarnir okkar. 3. Blandað í svartan dauðann er 6. bók höfundarins. Af henni má það ráða, að á hafi skort, að höfundur taki hlutverk sitt alvarlega. Þessi bók hefði verið miklu betri, ef tveim fimmtu hlutum væri kippt aftan af, þótt engu öðru væri breytt. Sagan sjálf er í tveim köflum, og auk þess er viðauki í 7 köflum. 011 er bókin rituð í því formi, að fullur maður segir frá. Sam- hengið er aldeilis furðulega gott, þegar þess er gætt, að frásögnin er fyrst og fremst drykkjumannaraus. Fyrri hluti sögunnar gerist um það bil á einum sólarhring, þar sem inn í er fléttað tveim þáttum hugljúfra endurminninga. Þegar Kiddi hefur kíngsað sína Láru í rot og er ákveðinn í að nálgast aldrei framar þá konu, þá er það hans elsk- andi Lára, sem sendir sinn frumburð niður í bátinn með eitt ágætisbréf, þar sem hún sver við allar helgar vættir, að hún hafi engum öðrum unnað en sínum eina Kidda. Og Kiddi stenzt ekki mátið, rýkur heim og sezt hjá sinni Láru, og hún fær svo gasalega í kviðinn, og þau rifjuðu upp sín- ar fyrstu samverustundir, þegar þau voru hjá Gullu frænku og brakaði svo mikið í og þau brutu niður botninn í rúminu. Manstu gamlar æskuástarstundir. Hér átti sagan að enda. En persónur sögunnar eru orðnar svo hjartfólgnar höfundi, að hann getur ekki slitið sig frá þeim. Hann lítur til þeirra að tíu árum liðnum. En frásögnin rís ekki í sömu hæð og áður. Spennan í Láru liefur lækkað, Kiddi hefur látið hana lönd og leið vegna hátternis hennar, og annar tók við að gera henni börn. En hann var svo grófur og hún fékk aldrei sitt og sökk nið- ur í kogarann, því að í þessari sögú er allt fyllerí af völdum kynferðislegrar ófull- nægju. Viðaukinn sýnir þó greinilegast, að höfundur gerir sér enga grein fyrir því, hvers konar verki hann ætlar sér að skila. Hann er sundurlaus drykkjuóra„spakmæli“, og einn af 7 köflunum, greinilega merktur og leggur undir sig heila blaðsíðu, hljóðar svo: „Islendingar eru liænsn!" Svona starfs- hættir eru fyrir neðan allar hellur, og ég veit ekki, hverjir ættu að geta orðið hrifnir af þessu. Það er ekki heiglum hent að skrifa læsi- legar frásagnir í formi kjaftavaðals dauða- drukkinna manna. En þetta gerir Steinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.