Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
sinni könnun, bjuggu til „meðalunglinga", strák og stelpu, sam-
kvæmt niðurstöðum úr dönsku rannsókninni. En sú lýsing
passaði ekki við neinn einstakling.
Um hvað skrifuðuð þið?
Ásgeir Ritgerðin mín er um kynþroskann, reynslu unglinga af kynlífi
og kynfræðslu. Rauði þráðurinn í henni er að sýna fram á þörf-
ina á kynfræðslu í skólum. Til þess notaði ég upplýsingar ungl-
inganna um þessi atriði. Og ég þarf varla að taka fram hvað þær
sýndu varðandi þessa þörf; það má þó nefna, að langflestir eru
komnir á kynþroskaskeið á þessum aldri, reynsla unglinga af
kynlífi er þegar talsverð, en fræðslan sáralítil.
Heldurðu þá ekki að frxðsla sé sama og hvatning?
Ásgeir Niðurstöðurnar sýndu, að það fer oft saman að hafa reynslu af
kynlífi og hafa fengið góða fræðslu, en það eru sennilegast þeir
unglingar sem hafa sóst eftir fræðslu af því að þeir vita að þeir
hafa þörf fyrir hana. Kynhvötin er sterkari en svo að það þurfi
að ýta undir hana. Það hefur heldur aldrei verið sýnt fram á, að
kynlíf sé í eðli sínu neikvætt og skaðlegt.
Hugo Það hefur meiri hættu í för með sér að bæla kynhvötina. Samt
geta afleiðingarnar auðvitað orðið alvarlegar ef barn verður til
— ef barn kennir barni barn . . .
Asgeir Það vakti beinlínis fyrir mér að sýna fram á þörfina fyrir kyn-
fræðslu og þess vegna er ritgerðin skrifuð með ákveðið mark-
mið í huga. Ég sendi hana út og suður til allra þeirra sem ég vissi
að fjölluðu um kynfræðslu og líffræðikennslu í skólum og ann-
ars staðar. A þessum tíma var verið að skipuleggja og semja nýtt
kennsluefni í líffræði fyrir 6. bekk — og ég benti á að sam-
kvæmt niðurstöðum mínum er of seint að koma með upplýs-
ingar um kynþroskann þá því margir eru orðnir kynþroska
fyrir 12 ára aldur. Það þyrfti að byrja a. m. k. í 4. bekk.
Núna mun líffræðinámsefni um manninn vera kennt í 5. bekk
og jafnvel eitthvað í 4. bekk og er þar gerð nokkur grein fyrir
kynþroskanum. Eg vona, að þessar niðurstöður mínar hafi haft
einhver áhrif á það.
Jónas Ritgerðin mín er eiginlega í tveim hlutum. Annars vegar fer ég
yfir Islandssöguna og sýni hvernig efnahagslegar aðstæður í
þjóðfélaginu móta fjölskylduna og hvernig hún þróast gegnum
306