Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 61
Unglingar í Reykjavík
aldirnar. Ég lýsi því hvernig hlutverk fjölskyldunnar breytist
með iðnvæðingu samfélagsins, hvernig hún verður neyslueining
í stað þess að vera framleiðslueining, hvernig hún minnkar og
breytist.
Ég rek sem sagt í grófum dráttum sögu íslensku fjölskyld-
unnar frá Ingólfi Arnarsyni til okkar tíma þar sem fjölskyldan
er stöðugt meir í hlutverki hins óvirka móttakanda.
Hins vegar lýsi ég svo fjölskyldunni í nútíma samfélagi, sam-
skiptum unglinga og foreldra 1976, eins og þau birtust í könn-
uninni. Það kom í ljós, sem ekki ætti að koma á óvart, að við-
horf foreldra til barna sinna, skilningur á þörfum þeirra og hlýja
hafa mikil áhrif á fjölskyldulífið. Ef foreldrar láta í ljós áhuga
sinn og ást á börnunum verður fjölskyldan samhentari, eyðir
meiri tíma í að tala saman og gera eitthvað saman og börnunum
gengur betur í skólanum. Rannsóknin sýndi að þessir reykvísku
unglingar búa við afar ólík uppvaxtarskilyrði og að það eru
fyrst og fremst kjör fólks sem hafa áhrif á þetta. Island er stétt-
skipt samfélag og það hefur áhrif á allt líf einstaklingsins, ekki
síst uppeldið.
I heild má segja, að rannsóknin hafi sýnt að þeir foreldrar sem
höfðu einhverja framhaldsmenntun að baki eða höfðu komið
sér vel fyrir í lífinu höfðu að jafnaði undirbúið börn sín betur
fyrir það skólanám og þá samkeppni sem beið þeirra. Þessir
unglingar bjuggu oftar með báðum foreldrum, höfðu betra
húsrými og höfðu mun oftar langskólanám í hyggju en ungl-
ingar úr verkamannastétt. Sömuleiðis gerðu foreldrar úr
fyrrnefnda hópnum meira af því að útskýra hlutina fyrir börn-
um sínum og tala við þau um vandamál þeirra. Hér er alls ekki
verið að segja, að foreldrar úr verkamannastétt séu verri foreldr-
ar en hinir. Niðurstöðurnar styðja öllu fremur þá staðreynd, að
það þarf tíma og orku aflögu til að sinna börnunum. Sömuleiðis
er hæfileikinn til að tjá sig munnlega og áhersla á langskólanám
uppeldisatriði, sem koma betur til móts við kröfur og væntingar
skólakerfisins, vinnumarkaðarins og hins ríkjandi lífsmynsturs í
þessu samfélagi en reynsluheimur barna úr verkamannastétt
yfirleitt gerir.
En um hvað skrifar Hugo?
Hugo Skólann, tengsl fjölskyldu, skóla og samfélags. Ég reyni m. a. að
307