Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar furðað mig á því tómlæti sem íslenskir bókmenntafræðingar hafa sýnt þeim. Þjóðsögur í einhverri mynd eru vafalaust jafngamlar mannkyninu. Erlendir fræðimenn hafa unnið mikið starf við að flokka þær eftir minnum, eða efnisatriðum, og rekja ferð þeirra um heiminn. Þekktir brautryðjendur í ævintýrasöfnun og rannsóknum, Grimm- bræðurnir þýsku, töldu að evrópsk ævintýr væru leifar af sameigin- legum germönskum goðsagnaarfi. Aðrir hafa rakið þau til Indlands, enda eru til indversk ævintýrasöfn aftan úr grárri forneskju. Líka hafa menn látið sér detta í hug að sömu eða svipaðar sögur hafi komið upp víðs vegar um lönd óháðar hver annarri, byggðar á eins konar sameigin- legum hugmyndaarfi (erkitýpum) sem búi í undirvitund allra manna. Langt er síðan menn tóku eftir því að margir textar úr munnlegri geymd eru hver öðrum næsta líkir að stíl og frásagnarhætti. Ymsir áhangendur þeirra stefna sem kenndar eru við form og „strúktúr“ hafa því beint athygli sinni að þjóðsögum, s.s. rússinn Vladimir Propp sem taldi sig finna frásagnarlögmál rússneskra undraævintýra og Lévi- Strauss sem rannsakaði formgerð goðsagna. Propp komst að þeirri niðurstöðu að öll eiginleg ævintýri hefðu sömu frásagnargerð, í þeim mætti finna 31 frásagnalið sem alltaf væru í sömu röð þó yfirleitt rúmuðust þeir ekki allir í sama ævintýrinu. I grófum dráttum er ævintýramunstrið á þessa leið: Eitthvað fer úrskeiðis í samfélagi sögunnar, hetjan tekur að sér að bæta úr því, heldur að heiman og gengur í gegnum margvíslegar prófraunir sem skera úr um manngildi hennar og hetjuskap. Að vandanum leystum snýr hún aftur heim og fær þá sín laun, gjarnan prinsessuna og ríkið hálft eða heilt. Mikilvæg atriði í ævintýrunum eru töfragripir eða einhver yfirnáttúr- leg hjálp sem hetjunni leggst til og hefur úrslitaáhrif á gang sögunnar sem alltaf fer vel að lokum. Sálfræðingar hafa freistað þess að túlka goðsagnir og ævintýri á svipaðan hátt og drauma og er sú hugmynd komin beint frá sjálfum höfuðpaurnum, Sigmund Freud. Hann taldi sem kunnugt er að bældar kenndir og minningar (og þá einkum kynferðislegar geðflækjur) leituðu útrásar í draumum manna í dulargervi sérstaks táknmáls. Það átti að sumu leyti að vera einstaklingsbundið en að öðru leyti í föstum skorðum og þá náskylt því táknmáli sem ætla mætti að lægi til grundvallar goðsögnunum og ævintýrunum. Þessar rannsóknir hafa gefið af sér ákveðnar kenningar um hlutverk 320
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.