Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 36
Tímarit Mdls og menningar sónu nema hann sé á einhvern hátt svo skyldur henni að hann geti hugsað sömu eða skyldar hugsanir fyrir sjálfan sig. Við getum ekki sett okkur inn í hugarheim kýrinnar þegar hún úðar í sig grængresi nema kannski að einhverju leyti með því að setja eitthvað í staðinn sem okkur þykir gott. Enda er varla reynt að beita innlifun í öðrum fræðum en þeim sem fást við hugsanir manna. Þetta getur sjálfsagt auðveldlega leitt til þess að fræðimenn skrifi í rauninni um sjálfa sig og samferðamenn sína þegar þeir þykjast vera að túlka liðnar sögupersónur. En hitt getur væntanlega gerst líka að hugarheimur sögupersónu og fræðimanns sé nægilega líkur til þess að túlkunin verði rétt og trúverðug. Þegar slík túlkun kemur fyrir sjónir lesanda sem líka skilur hefur söguritun heppnast, og fyrir þau augnablik vinnur innlifunarsagnfræðingur í rauninni allt sitt starf. Við getum ekki útilokað að reynsla þeirra Egils Skallagrímssonar og Sigurðar hafi verið lík á þann hátt að Sigurður hafi skilið Egil og túlkað hugsanir hans í einhverjum skilningi rétt. Um þetta er ekki auðvelt að fjalla því að þeir hafa örugglega notað gróflega ólík hugtakakerfi, og þá kann að vera vandi að segja um að hve miklu leyti hugsanir þeirra geta verið samar.7 Hér tengist innlifunar- kenningin óhjákvæmilega við afstæðishyggju og samtíðaráhuga. Það leggur varla nokkur maður út í að birta túlkun á hugsunum miðaldamanna nema hann hafi að minnsta kosti jafnmikinn áhuga á lesendum sínum og á miðöldum. Samtíðarhyggja, túlkunarfrœði og heimspeki Sigurður Nordal var ekki sagnfræðingur að mennt, og ég efast um að hann hafi lesið mikið af ritum þeirra söguheimspekinga sem lögðu grunninn að innlifunarkenningunni. I forspjalli Islenskrar menningar setur hann raunar fram afdráttarlausa afstæðishyggju (36): „Að vísu breytist ekki fortíðin sjálf. . . . Hver kynslóð lítur á hana sínum augum, hver stjórnmálaflokkur, trúarflokkur eða einstaklingur getur valið úr henni og skýrt hana eftir vil sinni og dul.“ En hann þakkar engum sagnfræðingi eða heimspekingi skilning sinn á sagnfræði öðrum en danska söguprófessornum Kristian Erslev (12). Nú er Erslev að vísu kunnastur fyrir stranga tækni við heimilda- rýni í næsta vísindalegum anda. En eins og Sigurður nefnir skrifaði hann eina litla bók um söguritun (historieskrivning) sem hann taldi annars konar iðju en sagnfræði (historievidenskab) og miklu listrænni að eðli.8 Þessa bók segist Sigurður hafa marglesið á námsárum sínum í Kaupmannahöfn, og hafi hún aukið sér „kjark að meta rit Snorra og aðrar íslenzkar fornsögur eins og mér var skapfelldast og taldi sönnu næst, og skoðanir mínar á gildi og tilgangi sögulegra fræða hafa jafnan síðan borið merki hennar.“ 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.