Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 73
Hugmyndafrxði Sigurðar Nordal ekki til að hafa séð menn hampa helgi þjóðar þessarar á hundum. Vera má að áhuginn á Fornpersum og öðrum fjarlægum þjóðum á þessum tíma sé í nokkru hliðstæður áhuga frumkvöðla þýsku rómantíkurinnar (t. d. August Schlegel) á fjarlægum menningarsvæðum. Agúst H. Bjarnason, sem var spencersinni, hafnaði trúnni á helvíti og boðaði fyrirgefningu eins og Einar H. Kvaran. Fróðlegt er að taka eftir að kristnin er óvefengd undirstaða þeirra beggja, Einars og Sigurðar (kommún- istar og nasistar gengu lengra í því efni og höfnuðu kristni sem kunnugt er). 10. A fundi um heimspeki Sigurðar Nordal í Háskóla Islands síðastliðið haust var bent á að S.N. las líklega og varð fyrir áhrifum af bók Williams James: Varieties of religious experience. James boðaði starfshyggju. 11. S.N. tekur ekki sérstaklega fram við auð hvers hann á í ofangreindum orðum, né frelsi hverra, þegar hann segir frelsið í nútímanum vera orðið of mikið. Einar svaraði orðum hans um hugsjónirnar með því að segja það fásinnu að hafna hugsjón af því að hún sýnist óframkvæmanleg (illa gengur að framkvæma siðaboð kristninnar, bendir hann á). 12. Hamsúnisminn, eins og hann er rakinn hér að ofan, var að mínu áliti helsta skotmark Halldórs Laxness í Sjálfstteðu fólki (1935 — 36). Grein þessi er unnin upp úr kafla í doktorsritgerð minni, sem fjallar m. a. um pólitískt baksvið Sjálfstreðs fólks. 13. Mig grunar að Sigurður hafi hér í raun og sanni verið að deila á Guðmund Finnbogason, sem hafði sýnt afar mikla trú á tölum og mælingum í bók sinni Stjórn- arbót (1924). 14. Þýski félagsfræðingurinn Ferdinand Tönnies mótaði ofangreind samfélags- hugtök í bók sinni Gemeinschaft und Gesellschaft. Grundbegriffe der reinen Sozio- logie (3. Auflage Berlin 1920, fyrst 1887). í „Gemeinschaft" ríkja stórfjölskyldur, þar er virðing fyrir handverki, öldungum, afli og mannviti, þar er feðraveldi o. s. frv., en í samfélagi nútímans segir Tönnies að allir séu kaupmenn og peningar (skiptagildi) móti hugmyndir manna um hlutlægni og rétt; tækni sé þróuð, borgir ríkjandi, heimsmarkaður, verksmiðjuþrælkun o. s. frv. Fleiri þýskir fræðimenn gerðu samanburð á samtímanum og eldri samfélögum (Hegel, Marx, Simmel) og hallaði oftast á samtímann í þeim samanburði. Hegel skrifaði um fornt samfélag út frá Grikkjum og komu þar fram hugmyndir um hina heildstæðu hugsun þeirra, og má nefna að Georg Lukács hefur einnig rómað þetta forna samfélag á sömu forsendum (í Theorie des Romans). 15. Leo Löwenthal: „Knut Hamsun. Zur Vorgeschichte der Autoritáren Ideo- logie“ í Zeitschrift fúr Sozialforschung VI: 2 1937. 16. Til gamans má bera saman hugmyndir S.N. og Nietzsches, eins og þær koma fram í Also sprach Zarathustra, en þá bók höfðu ýmsir íslenskir höfundar lesið á millistríðsárunum. Sigurður trúir á líf eftir þetta (að vísu af hagkvæmnisástæðum) en N. ekki; N. afneitar aðgreiningunni milli sálar og líkama, en S. ekki, og N. gagnrýnir ríkið meðan S. var nátengdur því. Báðir dá þeir hins vegar einsemd og sveitalíf, og báðir krefjast djúptækrar siðferðisábyrgðar. Hjá báðum er að finna elítisma eða oftrú á höfðingja og snillinga, enda báðir gagnrýnir á lýðræðið (sbr. S. í Vöku 1927, 54—55). Báðir sveiflast milli skynsemisstefnu og andskynsemisstefnu og er afstaðan til vísindanna flókin hjá báðum. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.