Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 73
Hugmyndafrxði Sigurðar Nordal
ekki til að hafa séð menn hampa helgi þjóðar þessarar á hundum. Vera má að
áhuginn á Fornpersum og öðrum fjarlægum þjóðum á þessum tíma sé í nokkru
hliðstæður áhuga frumkvöðla þýsku rómantíkurinnar (t. d. August Schlegel) á
fjarlægum menningarsvæðum. Agúst H. Bjarnason, sem var spencersinni, hafnaði
trúnni á helvíti og boðaði fyrirgefningu eins og Einar H. Kvaran. Fróðlegt er að taka
eftir að kristnin er óvefengd undirstaða þeirra beggja, Einars og Sigurðar (kommún-
istar og nasistar gengu lengra í því efni og höfnuðu kristni sem kunnugt er).
10. A fundi um heimspeki Sigurðar Nordal í Háskóla Islands síðastliðið haust var
bent á að S.N. las líklega og varð fyrir áhrifum af bók Williams James: Varieties of
religious experience. James boðaði starfshyggju.
11. S.N. tekur ekki sérstaklega fram við auð hvers hann á í ofangreindum orðum,
né frelsi hverra, þegar hann segir frelsið í nútímanum vera orðið of mikið. Einar
svaraði orðum hans um hugsjónirnar með því að segja það fásinnu að hafna hugsjón
af því að hún sýnist óframkvæmanleg (illa gengur að framkvæma siðaboð
kristninnar, bendir hann á).
12. Hamsúnisminn, eins og hann er rakinn hér að ofan, var að mínu áliti helsta
skotmark Halldórs Laxness í Sjálfstteðu fólki (1935 — 36). Grein þessi er unnin upp úr
kafla í doktorsritgerð minni, sem fjallar m. a. um pólitískt baksvið Sjálfstreðs fólks.
13. Mig grunar að Sigurður hafi hér í raun og sanni verið að deila á Guðmund
Finnbogason, sem hafði sýnt afar mikla trú á tölum og mælingum í bók sinni Stjórn-
arbót (1924).
14. Þýski félagsfræðingurinn Ferdinand Tönnies mótaði ofangreind samfélags-
hugtök í bók sinni Gemeinschaft und Gesellschaft. Grundbegriffe der reinen Sozio-
logie (3. Auflage Berlin 1920, fyrst 1887). í „Gemeinschaft" ríkja stórfjölskyldur,
þar er virðing fyrir handverki, öldungum, afli og mannviti, þar er feðraveldi
o. s. frv., en í samfélagi nútímans segir Tönnies að allir séu kaupmenn og peningar
(skiptagildi) móti hugmyndir manna um hlutlægni og rétt; tækni sé þróuð, borgir
ríkjandi, heimsmarkaður, verksmiðjuþrælkun o. s. frv. Fleiri þýskir fræðimenn
gerðu samanburð á samtímanum og eldri samfélögum (Hegel, Marx, Simmel) og
hallaði oftast á samtímann í þeim samanburði. Hegel skrifaði um fornt samfélag út
frá Grikkjum og komu þar fram hugmyndir um hina heildstæðu hugsun þeirra, og
má nefna að Georg Lukács hefur einnig rómað þetta forna samfélag á sömu
forsendum (í Theorie des Romans).
15. Leo Löwenthal: „Knut Hamsun. Zur Vorgeschichte der Autoritáren Ideo-
logie“ í Zeitschrift fúr Sozialforschung VI: 2 1937.
16. Til gamans má bera saman hugmyndir S.N. og Nietzsches, eins og þær koma
fram í Also sprach Zarathustra, en þá bók höfðu ýmsir íslenskir höfundar lesið á
millistríðsárunum. Sigurður trúir á líf eftir þetta (að vísu af hagkvæmnisástæðum) en
N. ekki; N. afneitar aðgreiningunni milli sálar og líkama, en S. ekki, og N. gagnrýnir
ríkið meðan S. var nátengdur því. Báðir dá þeir hins vegar einsemd og sveitalíf, og
báðir krefjast djúptækrar siðferðisábyrgðar. Hjá báðum er að finna elítisma eða
oftrú á höfðingja og snillinga, enda báðir gagnrýnir á lýðræðið (sbr. S. í Vöku 1927,
54—55). Báðir sveiflast milli skynsemisstefnu og andskynsemisstefnu og er afstaðan
til vísindanna flókin hjá báðum.
63