Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 10
Tímarit Máls og menningar hann hafi með þeim getað grafið sig inn að þjóðarhjartanu. Hitt grunar mig að Þórarinn kunni svo vel þá list að beiting spaðanna verði til þess að hann hljóti kosningu sem bókmenntabiskup Islands. Um hina stuðningsmenn Davíðs Oddssonar langar mig að segja það, að best væri að flengja þá alla á Þingi, svo þeir hræðist íhaldið. Það ráð veit ég best og þekki af sárri reynslu af „undirbúningsflengingum" heima í æsku sem áttu, með hótunum, að leiða til enn áhrifameiri og sárari flenginga á Þingi, ef ég hlýddi ekki. Ógnunin hefur orðið mér svo til varnaðar gegn svikum og í mig barist slík hlýðni á öllum sviðum, að andleg hlýðni mín hefur náð til Alþýðubandalagsins fjórða hvert ár, þótt ég sé ekki í því eða beinlínis „vinstrisinni" samkvæmt mælikvarða þeirra sem vita allt um sinnið og í hvaða átt það eigi að snúa. Slík er ógæfa mín. Megi sæta liðið losna við þá fylgju. Árni Kr. Einarsson í tilefni af nýfengnu frelsi Stendur öllum á sama um hvernig við seljum íslenskar bækur? Er kannski óviðeigandi að bjóða bækur sem söluvöru? Það þykir fínt að gefa út bækur, en stundum vandast málið þegar kemur að því að selja þessar sömu bækur. Mörgum hefur orðið það óyfirstíganlegur þröskuldur og þeir hafa fremur kosið að safna bókunum inn í lagerhillur en þurfa að beita nýjum aðferðum við að selja þær. En meðan bókin er inni í hillu á lager segir fátt af henni. I sumar renna út samningar bóksala og útgefenda, og þegar þetta er skrifað hafa nýir samningar ekki verið gerðir og verða vonandi ekki. Samningar þessir voru að uppruna áratuga gamlir en viðbótum hafði verið tjaslað við þá í tímanna rás. I hvert skipti sem upp komu nýjar hugmyndir um sölu á bókum argaþrösuðu bóksalar og útgefendur mánuðum saman. Þar er skemmst að minnast ólátanna sem urðu við stofnun bókaklúbbsins Veraldar. Svo var sest niður og bætt við samninginn einni eða fleiri greinum þar sem sagði að þetta mætti en þetta mætti ekki. Á endanum fataðist mönnum hugmyndaflug við að finna nýjar leiðir til að auka bóksölu án þess að brjóta gegn samningnum, svo kirfilega var mælt fyrir um allar söluleiðir. Kerfi þetta var orðið svo fullkomið að það gekk af sjálfu sér og gekk jafnframt af söluviðleitni bóksala og útgefenda dauðri. 272
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.