Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 28
Tímarit Máls og menningar Söguhetjan í Tobíasarbókunum er mesti einfarinn af þeim persónum sem bækurnar kynna okkur. Vandamál hans felast í samskiptum við foreldrana. Hann er viðkvæmt barn með ósköp lítið hjarta og hverfist inn í sig með hugsanir sínar. Hann fær útrás í samræðum við dúkkudruslu sem gefur honum skilning og svör sem hann vonaðist eftir frá foreldrum sínum. Hann er fatlaður að því leyti að annar fóturinn er styttri en hinn. Hann notar stutta fótinn sem blóraböggul, kennir honum um og man alltaf eftir honum ef eitthvað bjátar á. Lausnin kemur hægt og sígandi með hjálp feðginanna sem taka drenginn upp á arma sína. Höfundur lætur söguhetju smátt og smátt byggja upp sjálfstraust og þroska. Þetta er gert framúrskarandi vel og af mikilli alúð. Blóraböggullinn og dúkkan eru látin skipta minna og minna máli fyrir drenginn eftir því sem hann verður sjálfstæðari. I lokin er hann öflugri og betur undir lífið búinn. Tobíasarbœkurnar eru vel skrifaðar, unnar af nákvæmni og einstaklega einlægar. Þær hljóta að laða að sér les- endur á öllum aldri. Að gera efnið áhugavert Eins og sést af undanfarandi kafla er viðfangsefnið allt annað en hlægilegt. Aftur á móti er nauðsynlegt að gæða það léttleika eða öðrum góðum eiginleikum til að gera það eftirsóknarvert fyrir lesendahópinn. Það er vandasamt fyrir höfunda sem skrifa um alvarleg efni að halda athygli lesenda vakandi án þess að gera lítið úr alvöru boðskaparins. Þeir nota til þess mismunandi aðferðir. Stundum er frásagnarháttur lifandi og hressi- legur. Dæmi um það er Þetta er nú einum of. . . Algengt er að spaugileg atvik séu fléttuð inn í frásögnina. Slíkt sést í mörgum þessara bóka. Einnig kemur fyrir að aukapersónur séu uppsprettur fyndinna tilsvara eða hug- mynda. Þetta sjáum við til dæmis í Tobíasi og Þetta er nú einum of... . Ofugt við venjuna er aðalpersónan í Veru lífleg og opinská. Þar er það hún sjálf sem fær lesendur til að brosa. I sumum sögunum er spennan vegna hins ókomna og óþekkta meginburðarás athyglinnar. Þetta finnur lesandi vel í Polli er ekkert blávatn og Grösin í glugghúsinu en allflestar eru bækurnar spennandi að einhverju leyti. Fleiri atriði mætti tína til þótt það verði ekki gert hér en af þessu ræðst að stórum hluta hvort sagan verður lesin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.