Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 35
Einstxðar mœður senda börn sín í sveit segir einmitt frá einstæðri móður úr Reykjavík og börnum hennar tveimur. Þau sjá sumarlangt um sæluhús á öræfum. Þar kynnast þau hálfgerðum útilegumanni, lenda í óveðrum, jarðskjálftum, eldgosi og guð má vita hvað. Samt er ritað aftan á bókarkápu að þetta sé „mjög raunhæf og bráðskemmti- leg bók“. Hún kann að vera skemmtileg, en auðvitað er þetta ævintýri, lítt raunhæf afþreying. Breiðholtsstrákur og Laufið grænt eru raunsærri. Ef við göngum út frá því að bókmenntir séu sjálfsmynd sinnar samtíðar og samfélags, þá hefur Breiðholtsstrákur vinninginn. Ég get ekki útilokað að persónur eins og Ingimundur, móðir hans, iðnaðarráðherrann, fólkið á Reyninesi o. fl. séu til, en saman mynda þau ótrúverðugt samfélag. Það að drengurinn skuli ekkert rekast á dýrin í sveitinni er mér enn hulin ráðgáta. I rauninni er enginn fróðleikur í bókinni og þroski Ingimundar í lokin er furðulegur, óraunsær. Palli fræðist og þroskast jafnt og þétt. Fær meira að segja góða kyn- fræðslu. Þjóðlífsmynstrið er raunsætt. Það er ekki verið að sverta það, né gylla um of. Sveitalífið hefur bæði kosti og galla. Dóra segir söguna í 3. persónu. Málfar er gott, víðast hæfilega einfalt, talmál næsta eðlilegt, stundum hátíðlegt. Lipur stíll. Erlendur notar 1. persónu frásögn, Ingimundur er sögumaður. Málfar er köflótt, en yfirleitt í samræmi við þann sem talar hverju sinni. Unglingarnir bregða fyrir sig máli á borð við: „gras af klinki" (10), „lásí fretkerling" (67), „flippað nonsens" (60) o. fl. Ingimundur segir nokkuð eðlilega frá, en verður ansi hátíðlegur á þroskaskeiðinu í lokin. Notkun » « er undarleg og þreytandi. Nidurlag Tilviljun réði því að ég ákvað að taka þessar bækur fyrir. Laufið grænt hafði ég ekki heyrt minnst á áður og greip hana af forvitni. Breiðholtsstrákur fylgdi síðan í kjölfarið. Kannski eru til heppilegri bækur til að bera saman, en ég fékk þó það sem ég vildi, ólíka afstöðu höfunda til þjóðfélagsins. Mér finnst ekki saknæmt að upplýsa börn og unglinga um tilgang lífsins. Tilgangur þess er ekki að hver og einn reyni að safna sem mestum veraldlegum gæðum uns yfir lýkur. Tilgangur þess er ekki stigvaxandi stéttaskipting, ekki mannfyrirlitning, ekki verðvæðing frítímans. Jarðvist okkar byggir á því að iifa saman. Ekki með síaukinni einkaneyslu, heldur samneyslu þegnanna. Til þess er samfélag. Það er hart að geta ekki lagt sinn skerf til samfélagsins með eðlilegum fjölda vinnustunda og ráðið síðan sínum frítíma, eflt vina- og fjölskyldutengsl. En mannleg verðmæti eru á TMM III 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.