Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 37
Marcel Aymé
Úlfurinn
Á bak við limgerðið lá úlfurinn í leyni og einblíndi þolinmóður á
húsið. Loks sá hann sér til mikillar gleði að foreldrarnir komu út um
eldhúsdyrnar. En í dyragættinni gáfu þeir telpunum lokaáminningu.
— Munið að opna ekki fyrir neinum, sögðu þau, alveg sama hvort
þið eruð beðnar eða ykkur hótað. Við komum aftur í kvöld.
Þegar úlfurinn sá foreldrana hverfa fyrir beygjuna á stígnum,
haltraði hann hringinn í kringum húsið, en dyrnar voru harðlæstar.
Hann gat ekki vænst neins af svínunum og kúnum. Þessar dýrateg-
undir hafa ekkert ímyndunarafl. Það er ekki hægt að fá þær til að
leyfa einhverjum að borða sig. Svo staðnæmdist úlfurinn við eldhús-
gluggann, tyllti loppunum upp á gluggakarminn og gægðist inn.
Delphine og Marinette voru að leika sér að leggjum fyrir framan
eldstóna. Marinette, sú minni og ljóshærðari, var einmitt að segja við
Delphine, systur sína:
— Það er ekkert gaman þegar við erum bara tvær. Þá er ekki hægt
að dansa hringdans.
— Nei, og þá er hvorki hægt að leika I grænni lautu né Að slá á
hendur.
— Ekki heldur Að láta hlutinn ganga eða Fram, fram fylking.
— Ekki Bimm, bamm, bimm bamm eða Hollin skollin.
— Og er nokkuð til skemmtilegra en að fara í Að slá á hendur eða
I grænni lautu?
— Ó, bara að við værum þrjú . . .
Hnáturnar snéru baki í úlfinn og þessvegna barði hann trýninu í
rúðuna til að láta vita af sér. Þær hættu að leika sér og leiddust út að
glugganum.
— Góðan daginn, sagði úlfurinn. Ekki er nú hlýtt úti. Alveg skíta-
kuldi.
Sú ljóshærðari fór að hlæja af því að henni fannst hann svo fyndinn
299