Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 42
Tímarit Máls og menningar hann hefði nokkru sinni séð. Og hann fór reyndar frá glugganum og hélt á brott titrandi af ekka. — Hvílík óhamingja, hugsaði hann, ég sem er svo góður, svo ljúfur . . . þær vilja ekki þiggja vináttu mína. Eg hefði orðið ennþá betri, ég hefði meira að segja hætt að borða lömb. En Delphine horfði á úlfinn sem fjarlægðist, höktandi á þrem löpp- um, ískaldur og sárhryggur. Altekin samviskubiti og vorkunn, kall- aði hún út um gluggann: — Ulfur! Við erum ekki hræddar lengur . . . Komdu fljótt að hlýja þér! En sú ljóshærðari hafði þegar opnað dyrnar og hljóp á móti úlf- inum. — Almáttugur! andvarpaði úlfurinn, en hvað það er notalegt að sitja við eldinn. Það er svo sannarlega ekki til neitt betra en faðmur fjölskyldunnar. Það hélt ég líka alltaf. Hann horfði á telpurnar sem héldu sig feimnar frá honum og augu hans voru rök af ástúð. Eftir að hafa sleikt særðu loppuna, snúið kviðnum og bakinu til skiptis að hitanum frá eldstónni, fór hann að segja frá. Telpurnar færðu sig nær til að heyra ævintýrin um refinn, íkornann, moldvörpuna og skógarkanínurnar þrjár. Sum þeirra voru svo fyndin að úlfurinn varð að endurtaka þau tvisvar eða þrisvar sinnum. Marinette var strax búin að taka um hálsinn á vini sínum og skemmti sér við að toga í oddmjó eyrun hans og strjúka feldinn á honum fram og aftur. Delphine tók sér lengri tíma til að venjast honum og í fyrsta skipti sem hún lék sér að því að stinga litlu hendinni sinni upp í ginið á úlfinum, gat hún ekki stillt sig um að segja: ^ — Uff! en hvað þú ert með stórar tennur . . . Ulfurinn varð svo vesæll á svipinn, að Marinette faldi höfuð hans í örmum sínum. Þó að úlfurinn væri glorsoltinn var hann svo kurteis að hann minntist ekki á það einu orði. — Það sem ég get verið góður, hugsaði hann glaður, það er hreint ótrúlegt. Þegar hann hafði sagt margar sögur, stungu telpurnar upp á að hann kæmi í leik. 304
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.