Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 60
Tímarit Mdls og menningar
— Sirkusinn? hváir mamma hennar.
— Já. Þú sagðir það í gær.
Mamma hennar dæsir.
— Eg er hrædd um að það verði að bíða, segir hún þyngslalega og setur
sængina yfir höfuðið. Vertu inni hjá þér, elskan. Leiktu þér. Leyfðu okkur að
sofa. (bls. 13)
Hér deilir Andrés enn á virðingarleysi fullorðinna gagnvart börnum.
Fullorðnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og varhugavert að treysta
alveg á þá. Olafía á það sameiginlegt með þeim Polla og Dísu að vera
vanmáttug gagnvart miskunnarleysi fullorðinsheimsins. En það er ekki bara
það að fullorðnir séu vondir og svikulir. Andrés dregur upp sterkar myndir
af því hvernig þjóðfélagið víkur börnum til hliðar fyrir kapphlaupi fullorð-
inna um betri þjóðfélagsaðstöðu, hærri laun, meiri viðurkenningu. En hann
eygir ekki lausnir fremur en söguhetjur hans sem í rauninni eiga ekki annars
úrkosti en lifa með vanda sínum og bíða þess sem verða vill, sbr. sögulok
allra bókanna: Dísa í Lyklabarni horfir út um gluggann á skipið sem er að
koma, — fer að hugsa um annað, þegar hún hefur frétt að aftur standa fyrir
dyrum flutningar um leið og hún hefur skotið rótum á nýjum stað; Polli
reynir að finna ekki vínlyktina af pabba sínum sem hann hélt að væri
kannski hættur að drekka og hugsar um hve innilega honum þyki vænt um
hann þrátt fyrir allt; Ólafía er ánægð með að hafa pabba og mömmu nokkra
daga fyrir sig í fríi, „Það eiga eftir að koma margir, margir svona skemmti-
legir dagar.“ (bls. 117)
Ekkert barnanna gerir uppreisn sem raunar er eðlilegt sé aldur þeirra
hafður í huga. Að vísu hefur Ólafía þá sérstöðu að hún gerir innri uppreisn,
í ímynduninni brýst hún út úr sínum þrönga heimi og prófar sig í ýmsum
hlutverkum, hún gerist bílstjóri á slökkviliðsbíl og geysist um í ótrúlegustu
ímyndunarleikjum með Tobba trúð sem verður lifandi fylginautur í hug-
skoti hennar. A táknrænan hátt lætur höfundur hana spila á andstæðurnar
börn/fullorðnir þegar töfrablýantur gerir foreldrana pínulitla og stingur
þeim í skó Ólafíu.
Ólafíu er órótt innanbrjósts. Hvernig á hún að bregðast við þessu? Allt í
einu eru pabbi hennar og mamma orðin svona agnarlítil! Sjálf er hún svo stór
að hún er eins og margra hæða hús séð með þeirra augum. Skyldi þeim ekki
líða illa ofan í skónum hennar? (bls. 38)
Það hefur líka sína galla að vera eins stór og margra hæða hús. Ólafíu
gengur illa að heyra hvað mamma og pabbi segja ofan í skónum og hún er
fegin að vakna upp af draumi sínum og hafa allt í sömu skorðum og fyrr. En
hún er ekki sátt við hlutskipti sitt:
322