Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 63
Lyklabörn og töff týpur
Samband Evu og Ella kemur eðlilega fyrir sjónir og ástarsenurnar verða
aldrei hallærislegar eins og oft viil verða í unglingabókum. Næmi og
smekkvísi ráða þar ferðinni og glettni höfundarins sér um að væmni komist
þar hvergi nærri.
— Það er svo gott að vera hjá þér, segir hún brosandi. Svo ofsalega gott.
— Það er líka gott að hafa þig, segir hann og brosir líka. Gott að tala við
þig. Og koma við þig.
Hann snertir heitan vanga hennar með fingurgómunum, hún kemur nær,
þétt upp að honum.
— Eg er ofsalega hrifinn af þér, Eva.
— Er það?
— Ég var alveg að farast, ég hlakkaði svo til að sjá þig.
— I alvöru?
Hann horfir í augu hennar.
— Finnst þér asnalegt að ég skuli segja þetta?
Hún hristir höfuðið. Brosir dálítið.
Hann dæsir og dettur niður í fum og ráðleysi.
— Jú, stynur hann. Þetta hljómar hallærislega. Ferlega væmið.
Hún blæs í eyrað á honum.
— Heldurðu að ég væri hérna ef ég væri ekki skotin í þér! Hann nær sér aft-
ur á strik og klípur í nefið á henni, hún æpir. Og veltur út á gólf.
Hún liggur á gólfinu í hláturskasti, hann emjar.
Svo skríður hún til hans aftur, kemur undir heita sængina í þessu mjóa rúmi
og hjúfrar sig upp að honum.
Hann tekur á móti henni, leggur aðra hönd undir höfuð hennar, ræður ekki
við hina sem fer á flakk undir sængina, könnunarleiðangur um hæðir og dali.
— Elli, segir hún hikandi, hláturinn hljóðnaður, Elli . . . eigum við ekki að
hafa allt á hreinu, þú veist? (3. bls. 158—59)
Hið nána tilfinningasamband sem myndast milli Evu og Ella verður
honum uppbót á sambandsleysið við foreldrana. Pabba sinn sér Elías
sjaldan, hann er sjómaður en deyr svo í miðbókinni. Sambandið við
móðurina virðist þvingað, ekki síst fyrir það að hún sér ekki sólina fyrir
eldri syni sínum, Lása.
Það er óþolandi fyrir 14 ára skynsaman strák að vera tekinn sem smábarn.
Elías fær ekki að vera þátttakandi í lífi foreldra sinna, móðir hans sér um
það. Jafnvel eftir að þau mæðginin eru orðin ein í heimilinu leitar hún ekki
eftir áliti hans eða félagsskap. Eins og kemur fram í samtali Elíasar og Evu í
miðbókinni:
/. .. / Eg er alveg ruglaður eiginlega. Hún talar aldrei við mig um peninga og
svoleiðis. Hún segir mér aldrei hvað hún ætlar að gera. Þess vegna veit ég
325