Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 63
Lyklabörn og töff týpur Samband Evu og Ella kemur eðlilega fyrir sjónir og ástarsenurnar verða aldrei hallærislegar eins og oft viil verða í unglingabókum. Næmi og smekkvísi ráða þar ferðinni og glettni höfundarins sér um að væmni komist þar hvergi nærri. — Það er svo gott að vera hjá þér, segir hún brosandi. Svo ofsalega gott. — Það er líka gott að hafa þig, segir hann og brosir líka. Gott að tala við þig. Og koma við þig. Hann snertir heitan vanga hennar með fingurgómunum, hún kemur nær, þétt upp að honum. — Eg er ofsalega hrifinn af þér, Eva. — Er það? — Ég var alveg að farast, ég hlakkaði svo til að sjá þig. — I alvöru? Hann horfir í augu hennar. — Finnst þér asnalegt að ég skuli segja þetta? Hún hristir höfuðið. Brosir dálítið. Hann dæsir og dettur niður í fum og ráðleysi. — Jú, stynur hann. Þetta hljómar hallærislega. Ferlega væmið. Hún blæs í eyrað á honum. — Heldurðu að ég væri hérna ef ég væri ekki skotin í þér! Hann nær sér aft- ur á strik og klípur í nefið á henni, hún æpir. Og veltur út á gólf. Hún liggur á gólfinu í hláturskasti, hann emjar. Svo skríður hún til hans aftur, kemur undir heita sængina í þessu mjóa rúmi og hjúfrar sig upp að honum. Hann tekur á móti henni, leggur aðra hönd undir höfuð hennar, ræður ekki við hina sem fer á flakk undir sængina, könnunarleiðangur um hæðir og dali. — Elli, segir hún hikandi, hláturinn hljóðnaður, Elli . . . eigum við ekki að hafa allt á hreinu, þú veist? (3. bls. 158—59) Hið nána tilfinningasamband sem myndast milli Evu og Ella verður honum uppbót á sambandsleysið við foreldrana. Pabba sinn sér Elías sjaldan, hann er sjómaður en deyr svo í miðbókinni. Sambandið við móðurina virðist þvingað, ekki síst fyrir það að hún sér ekki sólina fyrir eldri syni sínum, Lása. Það er óþolandi fyrir 14 ára skynsaman strák að vera tekinn sem smábarn. Elías fær ekki að vera þátttakandi í lífi foreldra sinna, móðir hans sér um það. Jafnvel eftir að þau mæðginin eru orðin ein í heimilinu leitar hún ekki eftir áliti hans eða félagsskap. Eins og kemur fram í samtali Elíasar og Evu í miðbókinni: /. .. / Eg er alveg ruglaður eiginlega. Hún talar aldrei við mig um peninga og svoleiðis. Hún segir mér aldrei hvað hún ætlar að gera. Þess vegna veit ég 325
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.