Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 85
Elías kraftaverkamaður
Myndmál er fjölbreytt og eru persónu- eða hlutgervingar áberandi í
öllum bókunum. Oft tilbrigði um sama stef, t. d. þreytu: „Morguninn eftir
var pabbi ofsalega þreytulegur. Augun í honum löfðu niður í kaffibollann"
(Elías I, 26). „. . . og þreytan lak af þeim niður á þröskuldinn" (Elías III,
63). „Með augnlokin á hælunum" (Elías III, 69). Höfundur er hrifinn af
augnlokamyndinni: „Hann dró augnlokin við jörðina á leiðinni heim“
(Elías III, 40).
Persónugervingar eru oft skemmtilegir: „Fyrst varð fóturinn á honum
voðalega undrandi að finna enga jörð. . .“ (Elías II, 7). „. . . nema aftasta
hellan, hún er dáin“ (Elías I, 73).
Ykjur koma líka fram í myndmálinu t. d. „ . . tók að hræra svo hraust-
lega að sósan varð að sjávarháska í pottinum" (Elías III, 45). Akveðinn
knappleiki kemur fyrir í ýkjustílnum, samhengið er látið skýra mikilvæg
atriði: „Eg reif næstum ókurteislega af henni tólið og hrópaði: „Pabbi?“ og
pabbi hrópaði: „Elías?“ Þvert yfir Atlantshafið. Tæknin." (Elías I, 37). „Nú
gömlu kerruna mína, það er eina kerran sem við eigum. Pæng! mundi ég
hvað við Simbi höfðum gert við kerruna" (Elías I, 75). Hér er ekki útskýrt
nánar hvað við er átt, einungis gefið í skyn af samhenginu. Ollum krökkum
er ljóst að auðvitað hafa þeir búið til kassabíl og notað hjólin af kerrunni.
Höfundur vinnur líka með endurtekningar eins og „passaðu þig á bílun-
um“. Þetta þekkja öll börn og geta kinkað kolli til sögupersónanna. Frasinn
„burstaðu í þér tennurnar" gengur aftur í öllum bókunum og er réttlættur
með því að móðirin er tannsmiður og þess vegna hrifnari af fögrum tönnum
en aðrir. Með því að nota svona alkunna „frasa“ kemst höfundur í samband
við lesanda. Tilgangur er hér nær eingöngu sá að hlæja.
Málfar í bókunum er gott, kjarnyrt og hressandi en einlitt að því leyti að
vegna frásagnarformsins er það allt hið sama, mál hinnar vitibornu hetju,
Elíasar.
Myndskreyting
Brian Pilkington hefur myndskreytt bækurnar. I fyrstu bókinni eru mynd-
irnar felldar inn í textann á síðunum og eru í ágætu samræmi við innihald
hans. I síðari bókunum virðist hann hafa tekið aðra stefnu, þar eru myndir á
heilum síðum utan tvær í síðustu bók.
I seinni bókunum kemur fyrir að myndir séu ekki í samræmi við textann,
t. d. að fólk sem í textanum er nývaknað og í náttfötum sé alklætt á
myndinni. Þrátt fyrir ónákvæmni af þessu tagi eru myndirnar skemmtilegar.
Elías er með á flestum myndunum. Hann er alltaf eins klæddur, eins og
teiknimyndapersóna, í sjóliðapeysu og smáköflóttum hnébuxum á hverju
sem gengur og má það teljast undarlegt á tískutímum. Með þessu leggur
347