Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 87
Ragna Sigurbardóttir
Stefnumót á þjóðveginum
Hún tók varlega um ljósrauða tunguna með þumal- og vísifingri.
Hún var heit og mjúk. Hún þrýsti hana létt, og sleppti henni. Stóð
upp og slétti úr svörtum flauelskjólnum sem lagðist mjúklega að
líkama hennar. Hún gekk hægt eftir heitu malbikinu, berfætt. Hver
vöðvi líkama hennar var fullkomlega afslappaður eftir fyrstu fullnæg-
inguna. Hún horfði eftir endalausum veginum með brennandi sólina
í hnakkanum. I fjarska sá hún lítinn depil. Hann nálgaðist á ofsa-
hraða og varð að rauðu mótorhjóli, leðurklæddum manni, berhöfð-
uðum með rauðan klút sem stóð beint aftur í heitum vindinum. Hún
gekk rólega. Hann nálgaðist. Hún sá glampa á vírinn þvert yfir veg-
inn. Hún snerti hann og fann titringinn þegar hann smaug viðstöðu-
laust í gegnum hálsinn. Hjólið rann áfram á hliðinni, leðurklæddur
líkaminn kastaðist á malbikið, höfuðið valt af veginum út í mölina,
líkaminn lá grafkyrr.
Hún virti fyrir sér líflausan búkinn, gekk svo út í vegarkantinn og
tók höfuðið í fang sér. Heitt blóðið rann niður líkama hennar.
Augun voru opin og hún lokaði þeim, strauk gegnum þykkt ljóst
hárið, kyssti blíðlega ennið og augnlokin. Hún settist niður á hvíta
mölina. Lagði höfuðið frá sér og horfði á það. Hann var ungur.
Andlitið var slétt og útitekið, örlítið freknótt. I hægra eyranu var
lítill gullhringur. Það hvítnaði smám saman og á kinnarnar sló
bláleitum fölva. Hún lagði munn sinn við hálfopnar varirnar. Bretti
upp kjólnum, setti höfuðið á jörðina milli fóta sér og þrýsti það létt
með lærunum. Kinnarnar voru svalar í hitanum. Hún snerti sköp sín
og færði andlitið að. Hún gróf hendurnar í ljósu hárinu og nuddaði
opnum börmunum við kaldar varir hans.
Hún tók varlega um bláleita tunguna með þumal- og vísifingri.
Hún var köld og þvöl. Hún þrýsti hana létt og sleppti henni. Stóð
upp og slétti úr svörtum flauelskjólnum sem lagðist mjúklega að
líkama hennar. Hún gekk hægt eftir kólnandi malbikinu.
349