Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 89
Þegar örlagavindarnir blésu
Hann löðrungar húsin, veggi þeirra, með flötum lófa og sáldrar
hrolli yfir göturnar, fastreyrðar við mállaust malbikið.
Annars standa húsin þögul með ljós í gluggum og göturnar þær
liggja með útlínur sínar, nákvæmlega einsog á borgarkortinu í
símaskránni.
Eftir glitsvörtu malbiki, framhjá þöglum húsum, renna bíldekk,
svartir hjólbarðar sem rúlla.
II
En búðargluggarnir . . .
Einsog alls staðar í verslunarlengjunni, bæði í bakaríinu bókabúð-
inni skóbúðinni fiskbúðinni blómabúðinni kjötbúðinni mjólkurbúð-
inni og matvörubúðinni eru búðargluggar vefnaðarvöruverslunarinn-
ar stórir og ferkantaðir.
Þeir vísa útá malbikað verslunarplanið og frá því hefur alltaf sést
innum þá, alltaf nema þegar sólin hefur glampað. Og þegar það rignir
speglast þeir einsog málverk í pollum.
Það þarf varla að taka það fram, enda ástæðan fyrir því að á þá er
minnst, að bakvið rúðugler búðarglugganna í vefnaðarvöruverslun-
inni, þar gat ýmislegt að líta . . .
Nei.
Ekki bara gegnsæja náttkjóla sem ásamt vænghvítum undirkjólum
með mjóslegnum hlýrum og blúnduskrauti héngu á krómuðum
herðatrjám.
Ekki bara brjóstahöld sem krækt saman með krækjum fyrir aftan
bakið á kubbslegum höfuð- og lappalausum búkum voru ýmist slétt
eða skörtuðu blómamunstri og krúsidúllum.
Og ekki bara nælonsokka, ljósbrúna hvíta og svarta, svífandi á
löppum, sem hengdar voru upp með vírum.
Ekki bara svartar teygjubuxur.
Ekki bara mjallhvít magabelti.
Ekki bara.
Nei.
Miðsvæðis í öðrum þeirra, ásamt títuprjónum, tvinnakeflum,
351