Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 91
Þegar örlagavindarnir blésu III Hljóðlátur þytur. Hrollkaldur gustur. Hátt uppi glitra stjörnurnar, himintunglin sem með ljósbláum sjá- öldrum horfa útí geiminn. Þau horfa skima og stara. Já alveg einsog ljósastaurarnir, ljósastaurarnir með orku fallvatn- anna í æðum og perur skattborgaranna í höfðum. Þeir horfa líka, skima, stara og varpa ýmist gulum eða skærgræn- um bjarma í kringum sig þar sem þeir standa í beinum röðum meðfram götunum og lýsa upp borgina þar sem hjónin Nikulás og Nanna aka nú þetta kvöld einhvers staðar á milli húsanna í mið- bænum. Er ekki ákaflega hæpið að á milli þeirra í bílsætunum gæti nokkurs þess kvíða sem kalla mætti af viðskiptalegum toga? Er ekki ákaflega hæpið að þau, á meðan bíldekkin rúlla, óttist á einhvern hátt um afdrif vefnaðarvöruverslunarinnar? Að minnsta kosti veit enginn betur en að hún þrífist dafni og blómstri, að í bókhaldinu stígi tölurnar og vaxi einsog pottaplönturn- ar sem Nanna hlúir að og ræktar í stofunni heima. Það gera þær hvorki vegna töfrabragða eða klækja, heldur eru konurnar sem ganga í gegnum dyr hennar, opna veski sín og versla, einfaldlega svo margar að þó aðeins helmingur þeirra léti sjá sig mundi sá fjöldi nægja til að skapa það sem kallað er traustur og öruggur bakhjarl í viðskiptum. En gagnstætt því sem við mætti búast, bæði út frá hefðbundnum kynjahlutverkum og af því að hann er að nokkru leyti viðskipta- menntaður, er það Nanna en ekki Nikulás, sem jafnframt því að annast gluggaskreytingar, sér um bókhald, innkaup og pantanir. Það gerir hún á meðan Nikulás, sem er með dökkt liðað hár, brún augu og brúnleitt næstum því suðrænt hörund, stendur á bakvið búðarborðið, stundum með málband um hálsinn og títuprjóna í munnvikunum, og afgreiðir oftast með bros á vör. 353
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.