Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 91
Þegar örlagavindarnir blésu
III
Hljóðlátur þytur.
Hrollkaldur gustur.
Hátt uppi glitra stjörnurnar, himintunglin sem með ljósbláum sjá-
öldrum horfa útí geiminn.
Þau horfa skima og stara.
Já alveg einsog ljósastaurarnir, ljósastaurarnir með orku fallvatn-
anna í æðum og perur skattborgaranna í höfðum.
Þeir horfa líka, skima, stara og varpa ýmist gulum eða skærgræn-
um bjarma í kringum sig þar sem þeir standa í beinum röðum
meðfram götunum og lýsa upp borgina þar sem hjónin Nikulás og
Nanna aka nú þetta kvöld einhvers staðar á milli húsanna í mið-
bænum.
Er ekki ákaflega hæpið að á milli þeirra í bílsætunum gæti nokkurs
þess kvíða sem kalla mætti af viðskiptalegum toga?
Er ekki ákaflega hæpið að þau, á meðan bíldekkin rúlla, óttist á
einhvern hátt um afdrif vefnaðarvöruverslunarinnar?
Að minnsta kosti veit enginn betur en að hún þrífist dafni og
blómstri, að í bókhaldinu stígi tölurnar og vaxi einsog pottaplönturn-
ar sem Nanna hlúir að og ræktar í stofunni heima.
Það gera þær hvorki vegna töfrabragða eða klækja, heldur eru
konurnar sem ganga í gegnum dyr hennar, opna veski sín og versla,
einfaldlega svo margar að þó aðeins helmingur þeirra léti sjá sig
mundi sá fjöldi nægja til að skapa það sem kallað er traustur og
öruggur bakhjarl í viðskiptum.
En gagnstætt því sem við mætti búast, bæði út frá hefðbundnum
kynjahlutverkum og af því að hann er að nokkru leyti viðskipta-
menntaður, er það Nanna en ekki Nikulás, sem jafnframt því að
annast gluggaskreytingar, sér um bókhald, innkaup og pantanir.
Það gerir hún á meðan Nikulás, sem er með dökkt liðað hár, brún
augu og brúnleitt næstum því suðrænt hörund, stendur á bakvið
búðarborðið, stundum með málband um hálsinn og títuprjóna í
munnvikunum, og afgreiðir oftast með bros á vör.
353