Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 92
Tímarit Máls og menningar
Eigi að síður, þrátt fyrir erilsama daga, mikið álag og margvísleg
heilabrot, sem samfara þessum störfum hennar eru, og burtséð frá
því að ætíð geislar hún af fegurð sinnar eigin umhyggju, hefur
Nönnu tekist að búa sér og fjölskyldu sinni, Nikulási og dóttur
þeirra Katrínu, það sem síðar var nefnt glæsilegt heimili, en þangað
hljóta þau að vera á leiðinni þetta hið annars fagra og stjörnubjarta
kvöld.
IV
Eftir glitsvörtu malbiki, út úr hljóðlátum miðbænum, þaðan, framhjá
bárujárnsklæddum vegg timburverslunar og hvítmáluðu en flögnuðu
járngrindverki, hafa bíldekkin, rúllandi svartir hjólbarðarnir runnið.
Og þetta kvöld.
Þó hinir huldu vindar séu ef til vill enn ekki komnir á kreik, heldur
lúri í leynum og láti ekki a sér kræla frekar en verur sem ósýnilegar
svífa.
Samt . . .
Það er samt einsog Nikulás finni með einhverjum undarlegum
hætti fyrir nærveru þeirra.
Já strax og skjóli hinna þöglu húsa miðbæjarins sleppir.
Þá þegar víðáttan byrjar að opna sig einsog nýr heimur sem fæðist
og hafið, dökkleitt hafið, kemur í ljós á vinstri hönd, ásamt fjöllum
sem hvíthærð stara.
Sem sé:
Rétt áður en Nikulás og Nanna aka framhjá steinsteypta safnaðar-
heimilinu gegnt mjólkurhvíta húsinu, þar sem grænleitir flutningabíl-
ar sofa í portinu.
Já með snöggum hvin, í gegnum litla rifu á bílrúðunni bílstjóra-
megin brýst allt í einu kaldur gustur, kaldur gustur sem löðrungar
þau, kinnar þeirra, með flötum lófa.
Það liggur við að Nikulás missi stjórn á bílnum og hann flýtir sér;
á meðan kuldinn þrýstir sér í gegnum hársvörðinn og hrollurinn
sáldrast niður hálsmál hvítu skyrtunnar, flýtir hann sér, snýr hand-
fanginu, losaralegu handfanginu sem hangir aðeins á tveimur skrúf-
354