Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 94
Tímarit Máls og menningar
löngu áður en gatnamótin urðu til, maður sem varð úti í stórbyl er
allt í einu skall yfir á meðan hann leitaði hrossa og sem ef ekki gengi
hann enn ljósum logum, framkallaði eldsvoða í augum manna og
truflaði stundum strætóbílstjóra við akstur sinn, já þá væri hann
eflaust löngu gleymdur og þessi orð hvít einsog spássíur blaðanna.
Hraðar hraðar.
Sjá þau ekki hvítu blettina sem einn af öðrum líða og malbikið sem
rennur á meðan miðstöðin hitnar og bílsætin gleypa í sig hrollinn?
Sjá þau ekki . . .
Yfir höfðum þeirra blasir hún við endalaus fegurð himinsins og
stjörnurnar, þetta kvöld eru þær einsog litlir bláir lampar sem einhver
hefur hengt handa þeim uppí loftið, svo þau geti notið þess að aka
líktog séu þau ein í heiminum.
Þannig líður Nikulás með bílinn einsog draum í fanginu og
kannski veit hann ekki af sér fyrr en rauð umferðarljósin baða sig allt
í einu í andliti hans.
Nikulás hemlar, hann snögghemlar með ískrandi bremsuhljóðum,
svo Nanna, sem situr við hlið hans, styður annarri hendinni við
mælaborðið ofan hanskahólfsins, áður en hún hallar sér aftur og
krossleggur fæturna þannig að önnur hnéskelin rétt snertir gír-
stöngina.
A nákvæmlega sama tíma, á meðan Nikulás og Nanna eru stopp á
rauðu ljósi, í frekar stórri kjallaraíbúð innarlega í miðju hverfinu,
með sítt skolbrúnt hár sem fellur yfir axlirnar og nýútsprungin
brjóstin: já þannig liggur dóttir þeirra Katrín, afturábak uppí stoíu-
sófanum með bleikan smáköflóttan handavinnupoka sér við hlið og
prjónar peysuermi á meðan hún bíður þess að heyra í bíldekkjunum,
rúllandi svörtum hjólbörðunum, þegar þeir renna inn mölina.
VI
Hvað mundi gerast ef Katrín stæði allt í einu upp, gengi að svaladyr-
unum og opnaði þær útí garðinn?
Mundi hún heyra þytinn, mundi hún finna gustinn, hljóðlátan þyt-
inn, hrollkaldan gustinn?
356