Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 94
Tímarit Máls og menningar löngu áður en gatnamótin urðu til, maður sem varð úti í stórbyl er allt í einu skall yfir á meðan hann leitaði hrossa og sem ef ekki gengi hann enn ljósum logum, framkallaði eldsvoða í augum manna og truflaði stundum strætóbílstjóra við akstur sinn, já þá væri hann eflaust löngu gleymdur og þessi orð hvít einsog spássíur blaðanna. Hraðar hraðar. Sjá þau ekki hvítu blettina sem einn af öðrum líða og malbikið sem rennur á meðan miðstöðin hitnar og bílsætin gleypa í sig hrollinn? Sjá þau ekki . . . Yfir höfðum þeirra blasir hún við endalaus fegurð himinsins og stjörnurnar, þetta kvöld eru þær einsog litlir bláir lampar sem einhver hefur hengt handa þeim uppí loftið, svo þau geti notið þess að aka líktog séu þau ein í heiminum. Þannig líður Nikulás með bílinn einsog draum í fanginu og kannski veit hann ekki af sér fyrr en rauð umferðarljósin baða sig allt í einu í andliti hans. Nikulás hemlar, hann snögghemlar með ískrandi bremsuhljóðum, svo Nanna, sem situr við hlið hans, styður annarri hendinni við mælaborðið ofan hanskahólfsins, áður en hún hallar sér aftur og krossleggur fæturna þannig að önnur hnéskelin rétt snertir gír- stöngina. A nákvæmlega sama tíma, á meðan Nikulás og Nanna eru stopp á rauðu ljósi, í frekar stórri kjallaraíbúð innarlega í miðju hverfinu, með sítt skolbrúnt hár sem fellur yfir axlirnar og nýútsprungin brjóstin: já þannig liggur dóttir þeirra Katrín, afturábak uppí stoíu- sófanum með bleikan smáköflóttan handavinnupoka sér við hlið og prjónar peysuermi á meðan hún bíður þess að heyra í bíldekkjunum, rúllandi svörtum hjólbörðunum, þegar þeir renna inn mölina. VI Hvað mundi gerast ef Katrín stæði allt í einu upp, gengi að svaladyr- unum og opnaði þær útí garðinn? Mundi hún heyra þytinn, mundi hún finna gustinn, hljóðlátan þyt- inn, hrollkaldan gustinn? 356
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.