Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 97
Þegar örlagavindarnir blésu Á meðan Katrín byltir sér til í sófanum, lætur prjónana og peysuermina falla og leitar sér að þægilegri hvíldarstellingu, stígur Nikulás á kúplinguna, skiptir í gír og um leið og bíllinn rennur af stað finnur hann mjúkan fótinn, hnéskelina, sem hvílir við gír- stöngina. Það fer fiðringur um fingurgómana og blóðið streymir um líkam- ann einsog bensínið um bílinn og Nanna, kannski finnur hún straumana og hver veit nema þeir leiki einnig um hana, því varfærnis- lega flytur hún fótinn burt, lætur hann líða niður um leið og hún opnar svart veski með gylltri smellu, dregur upp úr því sígarettu með gulum filter á endanum, stingur henni uppí sig og kveikir í með litlum dömulegum kveikjara sem logar með eldgula spegilmynd sína í framrúðunni. Rauðar varir smellast í sitthvora áttina og um leið og Nanna sýgur að sér fyrsta reykinn horfir hún á Nikulás, sem heldur um stýrið og ekur með brosmildan svip á andlitinu, sama brosmilda svipinn og þegar hann stendur á bakvið búðarborðið og afgreiðir konurnar, selur þeim títuprjóna tvinnakefli og teygjuspjöld og marglit kjólaefni skræpótt og rósótt, en þessum sama svip man hún svo greinilega eftir frá því er Jakob í sæluvímu tónanna lék á píanó. Og því, einhvers staðar í djúpi sálar sinnar, minnist hún þess að einu sinni voru tvíburabræður og að annar þeirra hét Jakob en hinn Nikulás og sem af því þeir fæddust eineggja þá voru þeir jafn líkir í útliti og tveir nákvæmlega eins hannaðir speglar. Þess vegna er ekkert furðulegt þó þeir hafi stundum, þegar þeir horfðust í augu, ruglast hvor á öðrum og heldur ekkert skrýtið þó lengi framanaf dreymdi þá alltaf sömu draumana. Það var nefnilega ekki bara útlit þeirra sem var eins heldur voru þeir líka svo samrýndir og nátengdir á öllum sviðum framundir unglingsár sín, að fengi annar þeirra högg, dytti eða hruflaði sig, fann hinn til af sama sársauka. Eða alveg framundir fermingu, þegar hið margrómaða gelgjuskeið gekk í garð, en þá skildu með þeim leiðir á ýmsum innri sviðum. Sem sé; á meðan tónlistargáfur Jakobs voru að koma í ljós þá beindist hugur Nikulásar inná öllu jarðneskari brautir þar sem bókhald og verslunarmál urðu að lokum ofaná. 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.