Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 100
Tímarit Máls og menningar
Þau sjá ekki betur en að þarna framundan við vegarbrúnina standi
maður sem eins gæti verið spegilmynd úr fortíðinni.
En hver er þá þessi kona sem situr við hlið hans á gulum steini og
telur með fingrunum blóðdropa?
Eða hjólbarðaverkstæðið . . .
Af hverju sér Nikulás það standa í ljósum logum nú þetta kvöld,
nokkrum vikum áður en það brennur?
Og hví skyldu logarnir hverfa í sömu andrá og hann bendir með
öðrum vísifingrinum á þá?
Nei það veit enginn, en þessa kvölds, þessa annars fagra og
stjörnubjarta kvölds átti Nikulás seinna margoft eftir að minnast
þegar hann, eftir langa umönnun fyrst á gjörgæsludeild eins af
spítölum borgarinnar en síðan margháttaða endurþjálfun og rann-
sóknir, taldist fullfrískur, því sem bíldekkin, rúllandi svartir hjól-
barðar óðfluga nálgast götuhornið þar sem beygt er út af aðal-
brautinni og inní hverfið, finnst honum sem gusturinn magnist stig af
stigi og eitt andartak sér hann fyrir sér stórbyl þar sem maðurinn
með klakahrönglið í skegginu sem stundum vitrast strætóbílstjórum,
stendur og veifar með höndunum.
Það eru rauð ljós sem kvikna í sál hans og honum finnst hann
stirðna einsog uppstoppaður fugl bakvið framrúðuna.
Þess vegna er brosið fjarri vörunum: svart hárið liðast í jökulgrá-
um þönkum og brúnleitir næstum því suðrænir andlitsdrættirnir,
þess vegna eru þeir náfölir.
Nikulás ætlar að stoppa bílinn, stíga á bremsuna og snögghemla
með ískrandi bremsuhljóði.
Malbikið rennur, en eitthvað fór úrskeiðis þetta hið annars fagra
og stjörnubjarta kvöld þegar örlagavindarnir kvöddu sér hljóðs og
blésu. Því í stað þess að hemla, í stað þess að stíga á bremsuna og
skilja eftir dansandi hjólför í malbikinu, hlýtur Nikulás að hafa stigið
á bensíngjöfina.
Nei öðruvísi verður það ekki skilið augnablikið þegar hendur hans
líktog yfirgefa stjórnvölinn í sömu andrá og hann missir tök sín á
bílnum, en áður en hann veltur á hliðina rennur hann fyrst í
hlykkjóttu öngþveiti og hraðar en augu sem blikka skellur hann á
ljósastaur.
362