Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 100
Tímarit Máls og menningar Þau sjá ekki betur en að þarna framundan við vegarbrúnina standi maður sem eins gæti verið spegilmynd úr fortíðinni. En hver er þá þessi kona sem situr við hlið hans á gulum steini og telur með fingrunum blóðdropa? Eða hjólbarðaverkstæðið . . . Af hverju sér Nikulás það standa í ljósum logum nú þetta kvöld, nokkrum vikum áður en það brennur? Og hví skyldu logarnir hverfa í sömu andrá og hann bendir með öðrum vísifingrinum á þá? Nei það veit enginn, en þessa kvölds, þessa annars fagra og stjörnubjarta kvölds átti Nikulás seinna margoft eftir að minnast þegar hann, eftir langa umönnun fyrst á gjörgæsludeild eins af spítölum borgarinnar en síðan margháttaða endurþjálfun og rann- sóknir, taldist fullfrískur, því sem bíldekkin, rúllandi svartir hjól- barðar óðfluga nálgast götuhornið þar sem beygt er út af aðal- brautinni og inní hverfið, finnst honum sem gusturinn magnist stig af stigi og eitt andartak sér hann fyrir sér stórbyl þar sem maðurinn með klakahrönglið í skegginu sem stundum vitrast strætóbílstjórum, stendur og veifar með höndunum. Það eru rauð ljós sem kvikna í sál hans og honum finnst hann stirðna einsog uppstoppaður fugl bakvið framrúðuna. Þess vegna er brosið fjarri vörunum: svart hárið liðast í jökulgrá- um þönkum og brúnleitir næstum því suðrænir andlitsdrættirnir, þess vegna eru þeir náfölir. Nikulás ætlar að stoppa bílinn, stíga á bremsuna og snögghemla með ískrandi bremsuhljóði. Malbikið rennur, en eitthvað fór úrskeiðis þetta hið annars fagra og stjörnubjarta kvöld þegar örlagavindarnir kvöddu sér hljóðs og blésu. Því í stað þess að hemla, í stað þess að stíga á bremsuna og skilja eftir dansandi hjólför í malbikinu, hlýtur Nikulás að hafa stigið á bensíngjöfina. Nei öðruvísi verður það ekki skilið augnablikið þegar hendur hans líktog yfirgefa stjórnvölinn í sömu andrá og hann missir tök sín á bílnum, en áður en hann veltur á hliðina rennur hann fyrst í hlykkjóttu öngþveiti og hraðar en augu sem blikka skellur hann á ljósastaur. 362
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.