Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 106
Tímarit Máls og menningar
gerist ýmislegt sem samfélagið veit ekki, eða vill ekki vita, að er að
gerast innan þess. I ljóðinu eru mótsagnir veruleikans staðfestar.
„. . . í byrjun þá fékk ég bara míkrófóninn og átti að gera eitthvað
með hann. . . ég hafði sett sjálfan mig í þannig aðstöðu að ég þurfti að
skrifa. og ég byrjaði að setja það sem mér datt í hug á blað og söng
það síðan. ég uppgötvaði síðan að það skiptir smá máli hvernig
orðunum var raðað á blaðið, fjöldi orða í línu og þess háttar. þessi
uppgötvun um visúala uppröðun hjálpaði mér mikið með að halda
áfram að skrifa. . . ég hafði upgötvað form sem ég fyllti síðan bara
samviskusamlega út með mínum tilfinningum og hugsunum. mínar
hugsanir og þetta form áttu bara nokkuð vel saman. ég hafði fundið
lykil sem gekk í flestar skrár sem fundust í heila mínum. . . ég hafði
ekkert að segja. en vegna þeirrar aðstöðu sem ég hafði sett mig í þá
allt í einu hafði ég mikið að segja, ég var ekki lengur meðvitundar-
laus, meðvitund mín hafði vaknað. . .“
(úr sendibréfi 27. apríl 1986)
Strax á fyrstu plötu Purrks Pillnikks, sem kom út tveimur mánuð-
um eftir að hljómsveitin hóf feril sinn, komu í ljós tvö atriði sem mér
finnast einkenna texta Einars Arnar. Bæði atriðin held ég að séu
afleiðing af hinu nána sambandi sem Einar Orn hafði við áhorfendur
því þegar platan kom út var hann búinn að koma fram á ótrúlegum
fjölda hljómleika. Þetta eru annarsvegar sterk tilfinning fyrir hvers-
dagslegu flötu orðfari og hinsvegar lýsingar á því að vera stanslaust
fyrir augum áhorfenda samfélagsins, vera berskjaldaður, með líf sitt
til sýnis. Sem dæmi um það fyrrnefnda:
gleði
ég er svo ánægður
og glaður og kátur
ég fékk kaupið mitt í dag
það er svo gaman
þið trúið því ekki!
en svo kemst ég ekki
í vinnuna fyrr en á
mánudaginn
mánudaginn
368