Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 126
Tímarit Máls og menningar
grípa
svo niður (15)
Náttúru landsins blandast náttúra
mannsins, og þegar ástin mætir á vett-
vang eru Ferðalok Jónasar nærtæk —
„An laufáss/án hraundranga/án Galtar-
ár/greiði ég þér lokka. . .“ Tilfinningarn-
ar eru þær sömu þótt umhverfið sé ann-
að. Á móti erninum sem flýgur í tignar-
legri einsemd og sér vítt yfir stillir Matt-
hías manneskjunni sem liggur í miðnæt-
ursól grænna hlíða í nánd og samveru
við aðra manneskju og sér allt hið smáa:
blómgul tún
og holtasóley
í hendi (26)
Fegurð ástvinarins verður þó aðeins
jafnað við hið óviðjafnanlega:
öræfabjört
eru ilmbrún
augu þín
þessi kvöldsvölu
heiðavötn (32)
Ekki gott að líkja brúnum augum við
heiðavötn, en Stefán Hörður er áleitinn.
Astin er heit, svo heit að jöklar bráðna:
Augu mín
drekka í sig
brúna sól
þinna augna
það klökknar
til jökla. (29)
Fátt er skáldi viðkomandi á ferð í lofti
og á landi annað en fegurðin og ástin. Þó
bregður fyrir þorpi, ferðamönnum og
börnum, jafnvel morgunblöðum á
snúru. Það er til annað líf en þeirra
tveggja. Meira að segja er örstutt fram-
tíðarmynd af firðinum ef álver fær að
rísa þar, þá gengur fólkið
inní vonlausa
veröld
án niðandi
blóma
án ilmandi vatns. (40)
Ljóðin í Flýgur örn yfir eru stutt, sum
örstutt. Hér verður aldrei vart við
mærðina, upphafna orðfærið sem stund-
um setur mark sitt á eldri bækur Matthí-
asar, til dæmis næstu bók á undan þess-
ari, Tveggja bakka veður og kvartað var
undan í ritdómi í þessu tímariti. I eft-
irmála segir Matthías að hann birti í
þessari bók kjarnann í ljóðum hefð-
bundinna skálda, hreinsaðan af efni. Oft
tekst honum vel að koma hnitmiðað til
skila stórri náttúrumynd sem vísar efnis-
lega langt út fyrir sig, eins og mörg
dæmin hér á undan sýna. En stundum
hreinsar hann of rækilega, ofmetur orð-
in og nær ekki að búa til ljóðmynd sem
skilar sér til lesanda. Til dæmis um það
má nefna Ijóðið XXIII:
Augu okkar
fljúga
til jökla.
í stöku dulúðugu ljóði sem minnir á
Stein Steinar er eins og orðin komi í
staðinn fyrir tilfinningu en sýni hana
ekki (sjá t. d. LI), þau virka vélræn og ná
ekki áhrifum vel hugsaðra samlíkinga
annarra ljóða. Stöku sinnum er líka eins
og síðustu yfirferð vanti yfir ljóð eða
bók. Þar sem hvert orð vegur þungt er
388