Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 127
óþægilegt að rekast á sama orð, eft-
irminnilegt viðskeyti eða orðmyndun
með stuttu millibili: klófífuhvítir. . .
klógulu ernir (10), kvöldlaus. . . flugna-
suðslaus (11), örlygsstaðalaus (12), hest-
fælin augu (57), ljósfælinn draumur (61).
Flýtur örn yfir er einlæg og falleg bók,
full af skáldlegum fögnuði. „. . það sem
skiptir öllu máli er að halda áfram að
hlakka til,“ segir Matthías í viðtali við
Matthías Viðar Sæmundsson í Stríði og
söng (1985). Og hann heldur áfram:
„Það væri skemmtilegt að geta verið tré í
eitt ár og upplifað eftirvæntingu þess
rétt áður en vorið gengur í garð. Eða
kríunnar þegar hún leggur af stað til
Islands. Eða blómsins áður en sólin kall-
ar það úr jörðinni." Hann reynir einmitt
í þessari bók að lifa sig inn í náttúruna,
sjá hana ferskum augum, og tekst í bestu
ljóðunum að nema allt burtu nema það
sem máli skiptir, myndina, tilfinning-
una. Hin gullnu augnablik.
Kvöld
við erum setzt
að Dröngum
jónsmessuljós
á löngum
lognkyrrum fingrum
sólar.
Silja Aðalsteinsdóttir
BANEITRAÐ SAMBAND
Hér verður rýnt í bók Auðar Haralds,
Baneitrað samband á Njálsgötunni, sem
Umsagnir um btekur
út kom 1985 hjá Iðunni. Þetta er hennar
fyrsta unglingabók.
Fjölskylduformið hefur tekið stakka-
skiptum síðustu áratugi í íslensku þjóð-
félagi. Einstæðum foreldrum með barn/
börn hefur fjölgað, einkum er hópur
einstæðra mæðra stór. Þar af er fjöldi
kvenna í láglaunastörfum.
í raðir þeirra sækir Auður efnivið í
bók sína. Hún lýsir þeirri hlið á þjóðfé-
laginu sem einkennist af miklu vinnu-
álagi og sýnir hvernig streita og naumar
ráðstöfunartekjur hafa áhrif á samskipti
móður og barns.
Verður kvöldmatur. Dettur þér eitt-
hvað í hug sem kostar ekkert og er
tilbúið bara ef maður horfir á það.
(61)
Sagan greinir frá 16 ára stráki, Konráði,
sem býr hjá ónafngreindri móður sinni.
Faðir hans dó þegar Konráð var í frum-
bernsku. A yfirborði sögunnar eru átök
milli þeirra mæðgina um daglega verka-
skiptingu á heimilinu og vasapeninga
Konráðs. í annan stað gefur sagan nasa-
sjón af samskiptum unglinga innbyrðis
og einnig samskiptum þeirra við full-
orðna. Heimspólitíkin setur líka svip á
frásögnina.
Móðir Konráðs vinnur í ritfangaversl-
un. Hún er vel að sér, raunsæ og hefur
ríka kímnigáfu. Hún sér ekki fram á
betri afkomu. En ef þorskaflinn hefði
verið betri þá „hefði EG fengið kaup-
hækkun" (14).
Mataræði þeirra mæðgina endurspegl-
ar fjárhag þeirra.
Var það furða að maður stækkaði
ekki á þessu horfellisfæði. (78)
í sögunni birtist andstæða gamla slag-
389