Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 129
uppsöfnun kjarnorkuvopna. Hann átel-
ur hana fyrir að taka ekki afstöðu í
heimsmálunum, en hún vill halda sig
fyrir utan þá umræðu þar sem hún getur
engin áhrif haft á framvindu mála. Og
um leið tekur hún þá afstöðu „að verða
ekki brjáluð." (98)
Hér er enn skírskotað til raunveru-
leikans og komið inn á vanmátt einstakl-
ingsins til að hafa áhrif á ástandið í
heiminum. Móðir Konráðs lætur sér
nægja að reyna að stjórna sínu nánasta
umhverfi.
Sýnt er hve djúp áhrif óvissa í friðar-
málum heims hefur á börn og unglinga.
Pú veist ekkert hvernig það er að
alast upp í skugga sprengjunnar. (95)
Móðir hans fullyrðir að hún hafi kynnst
áþekkum ótta í æsku:
En svo lærðum við að lifa með
hræðslunni. En hún er alltaf þarna
undir niðri. (124)
Hér bendir Auður á að hver kynslóð
alist upp við ógnir af einhverju tagi sem
hún síðan venst.
Unglingsárin reynast mörgum erfitt
tímabil. Ymist er litið á unglinginn sem
barn eða fullorðinn, allt eftir því hvernig
vindurinn blæs. Unglingar hafa enga
fasta stöðu í þjóðfélaginu. Sjálfsímynd
þeirra er á reiki. Þeir reyna að losna
undan áhrifavaldi foreldra en jafnframt
hafa þeir mikla þörf fyrir þá.
Konráð gerir tilraunir til þess að
brjótast undan pilsfaldi móður sinnar
með því m. a. að kalla hana ýmsum öðr-
um nöfnum en mömmu, svo sem kell-
ingu (17), konuna sem ég bý hjá (20) eða
blýantssalann (19).
Umsagnir um bakur
Uppreisn Konráðs gegn umhverfi
sínu er dæmigerð uppreisn unglings
gegn ríkjandi hefðum. Hann er óvenju
gagnrýninn og erfiður í umgengni. Líkt
og flestir unglingar hlustar hann á músik
helst ekki undir 100 desibilum til þess að
veita sveiflukenndum tilfinningum út-
rás. Móðir hans gerir sér fulla grein fyrir
því að vandi hans er „Hormónastríð"
(28). Það stríð vinnur enginn nema tím-
inn.
í sögulok er að baki stormasamt skeið
og komið á jafnvægi á heimilinu. Kon-
ráði hefur lærst að sýna móður sinni til-
litssemi og í fyrsta skipti í tvö ár kallar
hann móður sína mömmu. Breytingin
sem verður á Konráði fer ekki fram hjá
móður hans.
Þér hefur farið mikið fram . .. Þú ert
að læra að svara til baka í stað þess að
öskra bara í rökþroti. Það er mikið
þroskamerki. (122)
í sögunni leggur móðirin snjalla gátu
fyrir Konráð sem hann glímir við og
skapar tvíþætta spennu í frásögnina:
Lesandanum leikur forvitni á því að
komast að lausn gátunnar og jafnframt
hvort Konráði tekst að leysa hana.
Konráð spyrst fyrir hvarvetna en án
árangurs. Það er ekki fyrr en í sögulok
sem hann leitar á náðir móður sinnar og
hún upplýsir málið. Með þessu er Auð-
ur að hvetja unglinga til þess að afla sér
þekkingar um samfélagið, gefast ekki
upp við fyrsta mótbyr, hætta ekki fyrr
en þau fá viðunandi svör.
Ytri tími sögunnar er samtíminn. Frá-
sögnin hefst fyrri hluta vetrar og endar á
aðfangadagskvöldi. Þetta er þroskasaga
unglings, sögð frá sjónarhóli hans. Mál-
391