Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 138
Tímarit Máls og menningar
Stefán Stemundsson, f. 1962. Nemi í íslensku.
Sveinn Einarsson, f. 1934. Leikstjóri og rithöfundur.
Unnur Vilhelmsdóttir, f. 1962. BA í frönsku frá HÍ og Sorbonne í París.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir, f. 1964. Nemi í íslensku.
Vilhjálmur Arnason, f. 1953. Heimspekingur og kennari við HI.
Þorsteinn frá Hamri var gerður óþarflega gamall í síðasta hefti. Hið rétta er að hann
er fæddur árið 1938. Lesendur eru góðfúslega beðnir um að leiðrétta þetta í heft-
um sínum.
Lítil leiðrétting um Mdlfríði
I greininni „Um strammaskáldskap Málfríðar" í 2. hefti Tímaritsins 1986 kemst
höfundur, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, svo að orði á blaðsíðu 218: „,,Upphefðina“
eða verðlaun útvarpsins hlaut hún fyrst íslenskra kvenna árið 1982, þá 83 ára
gömul.“ — Þarna hefur höfundi láðst að afla sér upjilýsinga. I fyrsta lagi hlaut
Málfríður verðlaunin 1981, en þar munar að vísu litlu. I annan stað er það alrangt að
hún hafi orðið fyrst kvenna til að hljóta þau. Arið 1971 fékk þau Vilborg Dagbjarts-
dóttir, 1973 Þórunn Elfa Magnúsdóttir, 1974 Jenna Jensdóttir (ásamt manni sínum,
Hreiðari Stefánssyni), 1977 Gréta Sigfúsdóttir og 1979 Asa Sólveig. — Hins vegar
kann það að hafa villt um fyrir höfundi að allar þessar skáldkonur hlutu verðlaunin
ásamt einum eða tveimur karlskáldum. Frá og með 1981 hefur sá háttur verið hafður
á óslitið að einn höfundur hljóti verðlaunin hverju sinni, þótt slíkt hefði að vísu
borið við stöku sinnum áður. Málfríður Einarsdóttir varð því fyrst höfunda til að
hljóta úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins eftir að sú stefna var tekin sem
síðan hefur verið fylgt. Þessa litlu leiðréttingu vil ég biðja Tímaritið að bina í
sannleikans nafni.
Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri
400