Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 14
Frá ritstjóra Fjölmiðlar eru eftirlætisefni fjölmiðla um þessar mundir og jafnvel almennings líka. Hvar sem fólk kemur saman er rætt um útþensluna í tímaritum og „ljósvakamiðlum", kosti hennar og galla. Kostirnir finnast ýmsum vera þeir að nú geti menn valið um rásir eftir smekk og eftir því hvort þeir hafa tíma til að hlusta eða ætla bara að útrýma þögninni. Gallarnir þykja einkum tveir stórir. Annar er sá að stuðningur fjölmiðla við bakið á þjóðinni sem heild verði minni en ekki meiri eftir sprenginguna, lýðræðinu sé jafnvel hætta búin í baráttunni við markaðsöflin. Hinn gallinn er sá að allir þessir fjölmiðlar hafa þörf fyrir margt fólk og stjórnendur þeirra virðast velja starfsmenn eftir einhverju öðru en hvort þeir kunna að tala og skrifa íslensku. Sóðaskapur í meðferð tungumálsins vex með hverri rás. Hver einasti sjálfskipaður verndari tungunnar kann mörg dæmi þessu til stuðnings. I þessu hefti Tímaritsins eru fjórar greinar um fjölmiðla. Einar Orn Bene- diktsson gerir grein fyrir menningarstefnu ríkisútvarpsins og þróun hennar. Hann heldur því fram að menningarvitar hafi strax í upphafi ákveðið hvað þjóðinni væri fyrir bestu og þröngvað henni til að hlusta á og tileinka sér efni í nafni íslenskrar menningar sem alls ekki var íslenskt, heldur rjómi erlendrar borgarmenningar. Utvarpið hafi séð um að ala upp hinn nýja íslenska borgara. Mörgum finnst eflaust að slíkri nauðung höfum við ekki haft annað en gott af, en athæfið verður ekki flokkað undir annað en forræðishyggju. Bylgjan ætlar að vara sig á slíku. Stefán Jón Hafstein og Nicholas Garnham velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi, bæði almennt og hér á landi sérstaklega. Athyglisverð er hugmynd Garnham, sem hann fær að láni hjá Jurgen Habermas, að fjölmiðlar hafi í öndverðri borgarabyltingu verið hugsaðir sem eins konar „almenningur", vettvangur þar sem almennir borgarar gátu viðrað skoðanir sínar og kynnst skoðunum annarra. Þar með verða ríkisfjöl- miðlar, öllum opnir, grundvöllur lýðræðis sem við megum ekki vera án. Þorbjörn Broddason athugar þátt ríkisútvarps í að sameina Islendinga sem þjóð. Engum miðli treystum við betur ef marka má skoðanakannanir. Frjáls fjölmiðlun er staðreynd sem varla verður breytt þótt margir séu sjálfsagt þeirrar skoðunar að stjórnvöld hefðu átt að sýna meiri gát við laga- breytinguna. Ur því sem komið er getur ríkisútvarpið ekki sýnt nema ein rétt viðbrögð: að verða betra. Vanda ennþá betur val á starfsmönnum, fastráðnum og lausráðnum, losa sig við útvarpsráð en auka ritstjórn og eftirlit innan stofnunar með því að efni sé vel samið og vel fram reitt. Halda þeirri stöðu sinni að vera miðillinn sem fólk treystir, en kappkosta líka að vera lifandi og 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.