Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 15
Frá ritstjóra
áhugasamt um fólkið í landinu. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að ríkisútvarpið sé
vel haldið fjárhagslega, það er þeim í hag. Og okkur.
Halldór Laxness verður 85 ára á þessu ári. I þessu hefti og næsta birtist ný
grein eftir Peter Hallberg um skáldskap Halldórs: Listin að Ijúka sögu. Þar
skoðar Hallberg hvernig Halldór endar skáldsögur sínar, kemur aftan að þeim,
ef svo má segja, og fær við það óvænt sjónarhorn á þær. Það er mikill fengur
fyrir Tímaritið að fá slíka grein til birtingar.
I ár verður Mál og menning fimmtíu ára. Af því tilefni verður ýmislegt sér til
gamans gert í útgáfumálum, m. a. verða tólf bækur gefnar út, ein í mánuði,
merktar afmælismerki sem Robert Guillemette teiknaði:
Fyrsta bókin kom 17. janúar, ljóðabókin Tengsl eftir Stefán Hörð Grímsson,
eitt magnaðasta skáld sem nú yrkir á þessu landi. Næsta afmælisbók kemur út
um svipað leyti og þetta hefti, það er endurútgáfa á Hundrað ára einsemd eftir
Gabríel García Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Hún hefur lengi verið
ófáanleg.
I janúar kom líka út hið umtalaða leikrit Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar,
sem sýnt var á 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Það var bæði gefið út í
bandi og óbundið.
A afmælisári ætlar Tímaritið að gefa út sérstakt hefti, aukahefti, lesendum til
gleði og gagns. Þar verða greinar um fortíð og framtíð Máls og menningar og
einnig verður þar skrá yfir útgáfubækur forlagsins frá upphafi, bæði Máls og
menningar og Heimskringlu. Efnisskrá Tímaritsins frá 1977 til 1986 verður
einnig þar.
Með þessu hefti er sendur út gíróseðill fyrir árgjaldinu 1987. Við heitum á
félagsmenn að bregða við skjótt og greiða hann. Allt er undir ykkur komið.
SA
3