Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
og gnýrinn vex, sjóndeildarhringurinn hálfur
rís hallfleytt stálfuglager yfir bleika jörð.
Baráttu- eða brýningarljóð Snorra kringum inngönguna í Atlants-
hafsbandalagið eru dæmigerð fyrir hann, ólík ljóðum flestra annarra
skálda af sama tilefni. Þau eru ort af heitum huga, en öll stundarreiði
og beiskja hefur brunnið upp í deiglunni og eftir stendur verk sem
bæði er dýrmætt framlag til baráttunnar og sígilt listaverk. Yfirleitt
lætur Snorri þessa atburði speglast í hliðstæðum Islands- eða
mannkynssögunnar. Grasgarðinn kallar hann
hólmann í hafi
heims, ógnar og valds,
og um leið er hliðstæðan dregin. Ljóðið Hamlet gengur alveg upp
sem frábært sögulegt kvæði, en skírskotanirnar fóru ekki fram hjá
neinum:
Hvert sem þú lítur
blindaður lýður, svefninn vær og þungur,
gráðugir svelgir auðs og valds og víns
í veizluglaumi, fláráð hirð sem situr
um breytni þína og hug.
Vonbrigðin yfir lyktum þessarar baráttu hafa vafalaust verið meðal
hinna sárustu í lífi Snorra. Hann deilir ekki á þjóð sína í ljóðum
sínum, til þess var hann of mildur og háttvís. Vonbrigðin birtast
þegar maður rýnir í náttúrumyndir hans; í því sem svo mörgu öðru
minnir hann á Jónas Hallgrímsson.
Viðhorfið til skáldskaparins er með nokkuð öðrum hætti í Laufum
og stjömum, þriðju bók Snorra. Þar er lítið talað um gullin stef á
skjöldu. Fleyg eru orðin „söngfugl á öxl landsins", og einnig birtist
þar hugmyndin um skáldið sem varðveitir og miðlar löngu liðnum og
gleymdum minjum.
Kvæði mitt er lækur í lautu
hjá löngu hrundum bæ, grónum tóttum,
og geymir enn og gælir við brot
af grænni skál í hyl milli steina
8