Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 25
Einar Kárason Ádrepur Bara fáein Fyrir næstum hálfu öðru ári birtist eftir mig hér í ádrepudálki TMM lítil grein. Ekki ætlaði ég þá að fara að efna til ritdeilna við fólk útí bæ, enda haft illan bifur á tilhugsuninni um slíkt síðan kunningi minn einn lenti í því fyrir nokkrum árum að eiga sumarlangt í lærðri blaðadeilu við einhvern mann, sem síðar kom á daginn að reyndist vera ellefu ára gamall sérvitringur og barnaskólanemi. Þótt hinum fyrrnefnda tækist prýðisvel upp í sínum skrifum hefur það hálfpartinn loðað við hann síðan að vera maðurinn sem reifst við barnið á síðum Morgun- blaðsins. En einsog kellingin sagði: það verður stundum að gera fleira en skynsamlegt þykir, og það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek mér nú aftur penna í hönd. Greinin sem nefnd var í upphafi hét Óvxntir bandamenn og birtist í 3. tbl. 1985. Þar lét ég í ljós skoðun á málum sem ég taldi mig varða, og ég átti fyllilega von á að ýmsir myndu ekki geta skrifað undir. Enda hefur greininni verið andmælt í tvígang á síðum tímaritsins, fyrst af Astráði Eysteinssyni: Þankar í kringum þýðingar (1. tbl. ’86) og svo af Gunnari Karlssyni: Samnorrxn niðurlxging (4. tbl. ’86). Ég hef ekkert á móti því að þeir séu mér ósammála, hinsvegar er pirrandi að sitja undir þeim miður virðulegu karaktereinkunnum sem þeir gefa mér, einsog þegar þeir báðir bera mér á brýn undirlægju- og skriðdýrshátt gagnvart útlendingum. Það er langt um liðið, og því er rétt að byrja á upprifjun. I nefndri grein var ég fyrst og fremst að fjalla um það vandamál að skrifa bókmenntir á tungumáli einsog íslensku. Ég ætla ekki að fara útí þá sálma alla hér, það hefur svo oft verið gert; en rithöfundi sem skrifar á íslensku má líkja við samtök sem vilja koma áríðandi boðum til mannkynsins og gera það með því að birta auglýsingu í héraðsfréttablaðinu Eystra-Horn. Tungumál okkar er höfundum einsog Berlínarmúr umhverfis landið. Enda má minna á að það er ekkert sjálfgefið að menn velji að skrifa verk sín á íslensku, samanber að í byrjun 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.