Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 25
Einar Kárason
Ádrepur
Bara fáein
Fyrir næstum hálfu öðru ári birtist eftir mig hér í ádrepudálki TMM lítil grein.
Ekki ætlaði ég þá að fara að efna til ritdeilna við fólk útí bæ, enda haft illan bifur
á tilhugsuninni um slíkt síðan kunningi minn einn lenti í því fyrir nokkrum
árum að eiga sumarlangt í lærðri blaðadeilu við einhvern mann, sem síðar kom á
daginn að reyndist vera ellefu ára gamall sérvitringur og barnaskólanemi. Þótt
hinum fyrrnefnda tækist prýðisvel upp í sínum skrifum hefur það hálfpartinn
loðað við hann síðan að vera maðurinn sem reifst við barnið á síðum Morgun-
blaðsins. En einsog kellingin sagði: það verður stundum að gera fleira en
skynsamlegt þykir, og það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek mér nú aftur
penna í hönd.
Greinin sem nefnd var í upphafi hét Óvxntir bandamenn og birtist í 3. tbl.
1985. Þar lét ég í ljós skoðun á málum sem ég taldi mig varða, og ég átti fyllilega
von á að ýmsir myndu ekki geta skrifað undir. Enda hefur greininni verið
andmælt í tvígang á síðum tímaritsins, fyrst af Astráði Eysteinssyni: Þankar í
kringum þýðingar (1. tbl. ’86) og svo af Gunnari Karlssyni: Samnorrxn
niðurlxging (4. tbl. ’86). Ég hef ekkert á móti því að þeir séu mér ósammála,
hinsvegar er pirrandi að sitja undir þeim miður virðulegu karaktereinkunnum
sem þeir gefa mér, einsog þegar þeir báðir bera mér á brýn undirlægju- og
skriðdýrshátt gagnvart útlendingum.
Það er langt um liðið, og því er rétt að byrja á upprifjun.
I nefndri grein var ég fyrst og fremst að fjalla um það vandamál að skrifa
bókmenntir á tungumáli einsog íslensku. Ég ætla ekki að fara útí þá sálma alla
hér, það hefur svo oft verið gert; en rithöfundi sem skrifar á íslensku má líkja
við samtök sem vilja koma áríðandi boðum til mannkynsins og gera það með
því að birta auglýsingu í héraðsfréttablaðinu Eystra-Horn. Tungumál okkar er
höfundum einsog Berlínarmúr umhverfis landið. Enda má minna á að það er
ekkert sjálfgefið að menn velji að skrifa verk sín á íslensku, samanber að í byrjun
13