Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 36
Tímarit Máls og menningar
er af menningu. Ráðamenn útvarps þurftu að finna efni til að fylla uppí
dagskrána og efnisval þeirra sýnir að þeir vildu mennta þjóðina með því
besta sem völ er á. Smekkur ráðamanna réð því hvað væri það besta og það
besta var sú menning sem boðið var uppá í öðrum stórborgum hins vest-
ræna heims.
Vöxtur borga hefur borgarmenningu í för með sér, tónleika, myndlistar-
sýningar og hvað eina sem er einungis til vegna þess að markaður og
peningar eru fyrir hendi. Hvað íslensk menning var og er var ekki lengur
stjórnað frá landsbyggðinni heldur frá borginni. Það sem síðan var útvarpað
er hægt að kalla hámenningu, hitt getum við kallað lágmenningu og fer ekki
miklum sögum af henni fyrr en löngu seinna. En þótt borgarmenningin réði
var vandi útvarps að gera landsbyggðinni ekki lægra undir höfði en borg-
inni. A meðan einhvers konar byggðastefna er við lýði er varla hægt að
sakast við fólk fyrir að búa úti á landi.
Or vöxtur þéttbýlis breikkaði eitthvert ósýnilegt bil milli borgar og
sveitar. Það er álitið nokkuð frumstætt að búa útá landi og sjást þau viðhorf
greinilega í næstum því hverju áramótaskaupi sjónvarpsins þar sem gert er
grín að einhverjum afdala jóum. Og toppurinn á þessu var hinn stórkostlegi
atburður þegar Ómar Ragnarsson fann Gísla heitinn í Uppsölum. Hann var
fortíðin og sveitamennskan uppmáluð, en því var snarlega kippt í lag með
því að gefa honum eitt stykki litsjónvarpstæki. Já, nú gat Gísli svo sannar-
lega notið lífsins.
Islendingar voru búnir að halda sínum sérkennum sem þjóð í margar
aldir. Þó var það ekki létt á stundum. En uppgangur borgarinnar gerði það
að verkum að þjóðin gat klofnað í tvær fylkingar, borg og sveit. Það varð
hlutverk útvarpsins að útvarpa einhverju sem þjóðin gæti samsamað sig um,
að útvarpa einni tegund menningar, íslenskri, sem myndi sameina þessar
tvær fylkingar. Og þessi menning er/var borgarmenning með léttu ívafi af
gamalli íslenskri arfleifð.
Það þarf bara að líta á dagskrá ríkisútvarpsins til dæmis frá 1941 til að sjá
ofangreindar hugmyndir í verki. Notkun ríkisútvarpsins á klassískri tónlist
er dæmi um áhrif borgarmenningar. Islendingar byrjuðu að hlusta á klass-
íska tónlist með tilkomu borgarinnar. Og einhverra hluta vegna tók útvarp-
ið ástfóstri við Symfóníuhljómsveit íslands. Hún hefur haldist á spenanum
fram á daginn í dag. Greinilegt er að einhverstaðar var tekin ákvörðun um
að klassísk tónlist gerði sál landans gott. Nútímaþægindi borgarinnar
skyldu yfir allt landið ganga. Islensk menning var orðin sú menning sem
reynsluheimur borgarinnar bauð uppá. Samansull af öllu því helsta sem
boðið var uppá í öðrum höfuðborgum hins vestræna heims.
Fæðing borgarmenningar og flutningur hennar inná öldur ljósvakans
24