Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 37
Útvarp allra landsmanna
Föstudagur 5. desember 1941
12.15-13.30 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, 1. II.
19.00 Þýzkukennsla, 2. fl.
19.25 Hljómplötur: Sönglög eftir
Mozart.
19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Glas lækn-
ir“, eftir Hjalmar Söderberg, IX
(Þórarinn Guðnason læknir).
21.00 Mozart-minning (150 ára
dánardægur):
a) Erindi (Hallgrímur Helgason
tónskáld).
b) Mozart-tónleikar (plötur): 1.
Forleikur að „Töfraflautunni“. 2.
Júpíter-symfónían.
22.00 Fréttir.
Dagskrárlok.
hefur greinilega ekki valdið miklum úlfaþyt. Það var ný reynsla fyrir
Islendinga að hafa útvarpsstöð sem útvarpaði skemmtan og fréttum. Fjör
færist ekki í leikinn fyrr en með tilkomu ríkissjónvarpsins árið 1966.
Sjónvarp
Það var aðdragandi að stofnun íslensk sjónvarps. Herinn á Keflavíkurvelli
hafði sjónvarpað fyrir sína menn frá 1955 og nokkrum framtakssömum
íbúum suðvesturhorns Islands hafði tekist að ná þeim sendingum. Sjón-
varpstæki voru það fá að líf íbúanna á suðvesturhorninu breyttist ekki
mikið, en tilvera kanasjónvarpsins olli því að íslenskt sjónvarp var sett á fót.
RUVTV ætlaði einungis að sjónvarpa tvo daga í viku. Sjónvarp er dýr miðill
og lítil þjóð hefði alveg getað sætt sig við svo stuttan útsendingartíma. En
það var samkeppni frá byrjun við kanasjónvarpið, og ekki bara í vinsældum
heldur líka í dagskrá. Stefán Jón Hafstein segir að „ef kanasjónvarpið hefði
ekki hafið útsendingar bendir allt til þess að íslenskt sjónvarp hefði hafist
miklu seinna. Það hefði líka þróast hægar. Og það er hægt að álykta að
umgjörð þess og innihald hefði líka verið öðruvísi á fleiri en einn hátt“.2
Þetta þarf ekki að vera rétt. Það eru augljós líkindi milli allra sjónvarps-
stöðva í vestrænum löndum ef ekki öllum heiminum. Afhverju ætti að vera
hægt að búast við því að fámenn þjóð geti komið með öðruvísi sjónvarp?
Island er partur af vestrænum neysluheimi. Islenskt þjóðfélag er ekki það
ólíkt öðrum vestrænum þjóðfélögum. Þarfir okkar eru þær sömu og annarra
á okkar jarðarparti. Það hefði verið erfitt fyrir íslenskt sjónvarp að skapa
eitthvað allt öðruvísi. Fjárhagslega hefði það verið ómögulegt. Að vísu má
segja að fimmtudagarnir séu öðruvísi, með ekkert ríkissjónvarp. Hefði það
25