Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 47
Jorge Luis Borges
Tvö ljóð
1972
Ég óttaðist að framtíðin (sem þegar var að dvína)
yrði óralangur gangur spegla,
óglöggra, gagnslausra og smækkandi,
endurtekning fáfengileikans,
og í rökkrinu sem er formáli draumsins
bað ég guði mína, sem ég kann ekki að nafngreina,
að senda eitthvað eða einhvern inní daga mína.
Þeir gerðu það. Sendu mér Fósturjörðina. Aar mínir
gögnuðust henni með löngum útlegðardómum,
með örbirgð, með hungurkvöl, með bardögum,
og hér er sem fyrr hin töfrandi ögrun.
Ég er ekki í hópi verndarskugganna
sem ég heiðraði með ljóðum og tíminn hefur ekki gleymt.
Eg er blindur, hef fyllt sjöunda áratuginn;
ég er ekki Francisco Borges að austan
sem dó með tvær byssukúlur í brjóstinu
innanum helstríð margra manna
í náfnyk blóðugs sjúkrahúss;
en Fósturjörðin, sem nú er svívirt, heimtar
að ég beiti höktandi penna málfræðings,
sem er vel heima í fræðilegu dútli
en framandi vígkænsku sverðsins,
til að draga saman þungan gný hetjuljóðsins
og tryggja mér sess. Það er ég að gera.