Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 57
Fjölmiblarnir og „almenningur“
Meðal þessara breytinga má nefna: útþenslu nýrra sjónvarpsmiðla, svo
sem myndbanda, þráðkerfa og beinna sendinga frá gervihnöttum sem eru
undir markaðslögmálin settir og gerðir út á alþjóðlegum vettvangi; slökun
eða afnám ríkiseinokunar á símkerfum; áherslu Reuters fréttastofunnar á
viðskiptafréttir á kostnað almennra frétta; stærri styrki frá fyrirtækjum til
íþrótta og lista; niðurskurð á opinberu fé til mennta- og rannsóknarstofnana
og þar með ásókn þeirra í fé frá einkafyrirtækjum; tillögur um að reka með
hagnaði almennar upplýsingastofnanir; breytingar í bókasafnaþjónustu, að
minnsta kosti í Bandaríkjunum, frá því að veita almennan frjálsan aðgang að
upplýsingum í átt til þess að selja aðgang að gagnabönkum.
Allar þessar breytingar eru dæmi um tilhneigingu í átt til þess sem er
kallað, af þeim sem aðhyllast þær, upplýsingaþjóðfélag eða upplýsingahag-
kerfi. Þessi tilhneiging kemur fram í bandalagi vestrænna ríkisstjórna sem
örvænta um hagvöxtinn og eiga í harðri innbyrðis baráttu um hann, og svo
bandalagi þeirra við alþjóðlegar fjölmiðlasamsteypur í leit að nýjum mörk-
uðum fyrir elektrónísk tæki, upplýsingamiðla og þjónustu. Utkoman verð-
ur greinileg áherslubreyting í menningarheiminum, frá opinberri þjónustu,
til markaðsaflanna. Opinberar upplýsingar eru ekki lengur skilgreindar sem
„almenningseign“, heldur varningur sem einkaaðiljar kaupa og selja. Ef við
trúum því að stofnanir og miðlar opinberrar umræðu sé órjúfanlegur hluti
af lýðræðiskerfi, hverjar verða þá afleiðingar þessa?
Fjölmiðlarnir og lýbræði
Deilan um pólitískt hlutverk og áhrif stofnana sem miðla opinberri umræðu
hefur löngum snúist um póla Hegels: ríki og samfélag þegna. Markaðs-
hyggjukenningin um frjálsa pressu hefur verið ráðandi í þessari umræðu.
Hún hefur annað hvort gengið út frá að markaðurinn muni sjá fyrir
hæfilegum farvegum fyrir opinbera umræðu til að styrkja lýðræði, eða, eins
og kenningin hefur birst í frekari útfærslu: að aðeins markaðurinn geti
tryggt nauðsynlegt frelsi frá ríki og valdboði. Gagnrýnendur þessarar
kenningar hafa hlaðið upp mótrökum sem byggjast á því hvernig markaðs-
lögmálin virka, sérstaklega í sambandi við fáveldisstjórn og útþynningu
pólitískrar umræðu, sem sýna hve fjarri fjölmiðlarnir eru kenningunni um
frjálst markaðstorg hugmynda. Þó er kenningin enn sterk og það sýnir hve
veikir tilburðir frá vinstri hafa verið, bæði að því er lýtur að raunhæfum til-
lögum til úrbóta og því hvernig talað hefur verið fyrir þeim. Það er vegna
þess að vinstrisinnar eru fastir í gildru 19. aldar kenningar um frjálsa pressu.
Fastheldni á þessa kenningu kemur einnig fram í því að engin góð stefna
hefur verið sett fram um ráðandi form opinberrar fjölmiðlaþjónustu: útvarp
45