Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 60
Tímarit Máls og menningar Þessi grundvallaratriði hjá Habermas eru mikilvæg þar sem þau tengjast stærra viðfangsefni hans, „óbrengluðum boðskiptum". I anda gagnrýnnar kenningar hefur Habermas leitast við að finna þjóðfélagsgagnrýni og frelsis- kröfu fast undir fætur. Hann hefur reynt að finna kröfunni um sannleika í félagsvísindum fótfestu í því sem hann hefur kallað „fyrirmyndar málþing". I raunverulegum samfélögum sem einkennast af ójöfnum völdum og auðsskiptingu eru slíkar aðstæður ekki fyrir hendi. Þar verða boðskipti „brengluð". Hugmyndin um „almenning" og frumatriði hans felur í sér fyrirmynd sem nota má til að meta núverandi þjóðfélagsskipan, og skapa raunverulegar stofnanir, með hann að leiðarljósi. Gildi „almenningsins“ Eg vil reyna að meta gildi hugmyndarinnar um „almenning" fyrir um- ræðuna um uppbyggingu og hlutverk fjölmiðla. Ég ætla að beina athyglinni að útvarpi og sjónvarpi og hvernig opinberir miðlar af því tagi birtast í ljósi hennar. Þessi viðleitni er meðvituð tilraun til að brjótast út úr umræðunni um fjölmiðla og stjórnmál, um pressu og frjálsa pressu, sem á upptök sín í sögu prentmiðla. Mesti styrkur opinberrar fjölmiðlunar, en henni verðum við að viðhalda á hverju sem dynur, er að hún gengur útfrá og reynir að endurspegla í reynd samfélagshætti sem eru fyrst og fremst pólitískir en ekki hagrænir. Hún reynir á sama tíma að einangra sig frá ríkisíhlutun, sem er ekki það sama og pólitísk stjórn, þó það gleymist oft. Upprunaleg hugmynd John Reiths fyrsta forstöðumanns BBC var örugg- lega í anda Upplýsingar, og innan þeirra þröngu marka sem pólitískir og hagrænir þættir þess tíma leyfðu var greinileg viðleitni innan BBC fyrstu árin að ávarpa hlustendur eins og skynibornar pólitískt meðvitaðar verur, en ekki eins og neytendur.5 Auðvelt er að segja að umræðuefni og upplýs- ingar sem þóttu verðar umfjöllunar hafi verið svívirðilega bundnar þröngri stéttarlegri skilgreiningu á því sem talið var hollt fyrir almenning, og stofnunin hafi verið dæmd frá upphafi vegna þess hve landslýður var þegar upptekinn af hugmyndafræði neysluhyggju. Aðeins var hægt að halda þessu formi til streitu, eins og andhverfan, Radio Lúxemburg sýndi, í krafti harðhentrar einokunar. En þessi röksemdafærsla missir marks því ekki má gleyma meginatriði stofnunarinnar og mikilvægi hennar sem fyrirmyndar og kosts sem í boði er gagnvart markaðsöflunum. Vandinn við markaðshyggjukenninguna um pressu er ekki sá að markað- urinn hefur skapað fáveldi, sem er andstætt frumforsendum frjálshyggju, eða að einkaeign á fjölmiðlum leiði til stjórnar á pólitískri umræðu, þótt 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.