Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 64
Tímarit Máls og menningar
Rökréttur kjarni
I sumum löndum er þessi mikilvægi sannleikur bundinn í lög sem krefjast
þess að allir neyti atkvæðisréttar. Nú er það auðsæilega bæði ómögulegt og
óæskilegt að krefjast þess að allir þegnar meðtaki ákveðið lágmark pólitískra
upplýsinga, og pólitískrar umræðu, eða að setja slík skilyrði fyrir atkvæðis-
rétti - en er samt jafngildi þess að æskja þess að allir kjósi. Ef hins vegar á
að taka lýðræði alvarlega, verður opinber stefna að hvetja til slíkrar þátt-
töku. Ef slík er raunin, verður umræðan að birta fólki jafnmörg mismun-
andi sjónarmið um ákveðin málefni og mögulegt er. Samkvæmt skil-
greiningu er ekki hægt að láta þetta hlutverk eftir jaðarmiðlum eða
hornrekum í fjölmiðlun sem aðeins ná til sérstakra áhugahópa eða trúaðra
flokksfélaga. Þegar um er að ræða málefni sem varða þjóðarhag verður að
ræða þau frammi fyrir þjóðinni, og leggja á það áherslu, með mismunandi
framsagnarkostum, samtímis, fyrir áhorfendur og hlustendur. Þetta eru
einmitt rökin fyrir tvíveldi opinberra þjónustumiðla á landsvísu í Bretlandi,
einkum mikilvægi þess fyrir stjórnmálin að almenn málefni séu í brennidepli
frammi fyrir þjóðinni allri.
Ef við lítum svo á að fjölmiðlauppbygging sé þungamiðja lýðræðislegra
stjórnarhátta, og umfang beggja sviða verði að vera jafngilt, þá er augljóst að
nú grefur undan þjóðríkjum og valdi þeirra yfir fjölmiðlum, eftir því sem
efnahagsleg völd verða alþjóðleg án þess að hliðstæð útfærsla verði á valds-
sviði stjórnmála eða fjölmiðla. Þetta er nú þegar ljóst í þeim vanda sem
Evrópuríki eiga við að etja í sambandi við beinar gervihnattasendingar,
þegar þau reyna að samræma ólíkar reglur um auglýsingar og reyndar, þótt
þetta sé lítið rætt, reglur um pólitískan aðgang.
Eitt er ljóst. Það er hagur alþjóðlegs einkafjármagns að þjóðríki og þegnar
þeirra verði áfram sundruð, fáfróð og vanmáttug, sameinuð aðeins á mark-
aðnum þar sem alþjóðlegt fjármagn streymir óhindrað um leið og komið er
á laggirnar einkafjölmiðlakerfum. Þróun Financial Times og Wall Street
Journal, ásamt dýrum einka-upplýsingabönkum til þjónustu við fjölþjóða-
fyrirtækin er skýrt dæmi um þetta. Því stöndum við ekki aðeins frammi
fyrir því að skilgreina „almenning" innan marka þjóðríkisins. Slík viðleitni
verður auðveldlega kæfð ef ekki verður á sama tíma hafist handa við að
skapa „almenning“ þar sem hans gætir vart að nokkru leyti: í alþjóðlegum
samskiptum. I þessu sambandi er rétt að fara ekki í neinar grafgötur um það
hvað úrsögn Bandaríkjanna og Bretlands úr UNESCO þýðir í raun, sem og
merki þess að Bandaríkin muni hundsa ákvarðanir ITU: hér er verið að
eyðileggja þann litla vott sem er af alþjóðlegum „almenningi".8 Það er
athyglisvert að „pólitík" þessara stofnana er kennt um.
52