Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 64
Tímarit Máls og menningar Rökréttur kjarni I sumum löndum er þessi mikilvægi sannleikur bundinn í lög sem krefjast þess að allir neyti atkvæðisréttar. Nú er það auðsæilega bæði ómögulegt og óæskilegt að krefjast þess að allir þegnar meðtaki ákveðið lágmark pólitískra upplýsinga, og pólitískrar umræðu, eða að setja slík skilyrði fyrir atkvæðis- rétti - en er samt jafngildi þess að æskja þess að allir kjósi. Ef hins vegar á að taka lýðræði alvarlega, verður opinber stefna að hvetja til slíkrar þátt- töku. Ef slík er raunin, verður umræðan að birta fólki jafnmörg mismun- andi sjónarmið um ákveðin málefni og mögulegt er. Samkvæmt skil- greiningu er ekki hægt að láta þetta hlutverk eftir jaðarmiðlum eða hornrekum í fjölmiðlun sem aðeins ná til sérstakra áhugahópa eða trúaðra flokksfélaga. Þegar um er að ræða málefni sem varða þjóðarhag verður að ræða þau frammi fyrir þjóðinni, og leggja á það áherslu, með mismunandi framsagnarkostum, samtímis, fyrir áhorfendur og hlustendur. Þetta eru einmitt rökin fyrir tvíveldi opinberra þjónustumiðla á landsvísu í Bretlandi, einkum mikilvægi þess fyrir stjórnmálin að almenn málefni séu í brennidepli frammi fyrir þjóðinni allri. Ef við lítum svo á að fjölmiðlauppbygging sé þungamiðja lýðræðislegra stjórnarhátta, og umfang beggja sviða verði að vera jafngilt, þá er augljóst að nú grefur undan þjóðríkjum og valdi þeirra yfir fjölmiðlum, eftir því sem efnahagsleg völd verða alþjóðleg án þess að hliðstæð útfærsla verði á valds- sviði stjórnmála eða fjölmiðla. Þetta er nú þegar ljóst í þeim vanda sem Evrópuríki eiga við að etja í sambandi við beinar gervihnattasendingar, þegar þau reyna að samræma ólíkar reglur um auglýsingar og reyndar, þótt þetta sé lítið rætt, reglur um pólitískan aðgang. Eitt er ljóst. Það er hagur alþjóðlegs einkafjármagns að þjóðríki og þegnar þeirra verði áfram sundruð, fáfróð og vanmáttug, sameinuð aðeins á mark- aðnum þar sem alþjóðlegt fjármagn streymir óhindrað um leið og komið er á laggirnar einkafjölmiðlakerfum. Þróun Financial Times og Wall Street Journal, ásamt dýrum einka-upplýsingabönkum til þjónustu við fjölþjóða- fyrirtækin er skýrt dæmi um þetta. Því stöndum við ekki aðeins frammi fyrir því að skilgreina „almenning" innan marka þjóðríkisins. Slík viðleitni verður auðveldlega kæfð ef ekki verður á sama tíma hafist handa við að skapa „almenning“ þar sem hans gætir vart að nokkru leyti: í alþjóðlegum samskiptum. I þessu sambandi er rétt að fara ekki í neinar grafgötur um það hvað úrsögn Bandaríkjanna og Bretlands úr UNESCO þýðir í raun, sem og merki þess að Bandaríkin muni hundsa ákvarðanir ITU: hér er verið að eyðileggja þann litla vott sem er af alþjóðlegum „almenningi".8 Það er athyglisvert að „pólitík" þessara stofnana er kennt um. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.