Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 73
Samvitundin og Ijósvakinn einkanlega sýnist mér geta brugðið til beggja vona með hlutdeild þeirra í eflingu og viðhaldi samvitundar. Eg rakti fyrr í þessari grein hversu lítillar virðingar dagblöð njóta meðal Islendinga, en að hins vegar hafi ríkt trúnað- ur milli landsmanna og ríkiseinokuðu ljósvakamiðlanna. Otímabært er með öllu að setja nýliðana á Ijósvakanum, Bylgjuna og Stöð 2 á sömu vogarskál. Þeir verða að fá að starfa í nokkra mánuði eða jafnvel nokkur misseri áður en unnt er að spyrja um trúnaðarsamband þeirra og þjóðarinnar af einhverri sanngirni. A næstunni munu átökin milli Ríkisútvarpsins og nýliðanna fara enn harðnandi. Þegar má heyra kröfur um að Ríkisútvarpið dragi sig í hlé frá samkeppninni um auglýsingatekjurnar og eftirláti einkastöðvunum þann markað. Bent er á að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast í Bretlandi um 30 ára skeið. Lífseigla þessa fyrirkomulags virðist mér einkum stafa af því að yfirstjórn breska viðskiptasjónvarpsins, IBA, er mjög virk og lætur heildar- stefnumörkun til sín taka. Fátt bendir til þess enn sem komið er að íslenska útvarpsréttarnefndin ætli sér slíkt hlutverk. Stjórnvöld virðast ekki hafa hvatt hana til að fara inn á slíka braut og útvarpslögin gera ekki sérstaklega ráð fyrir því. Vel kann svo að fara að Ríkisútvarpið veikist mjög frá því sem nú er, jafnvel svo að það rísi ekki lengur undir því trausti sem það hefur notið — maklega eða ómaklega — fram til þessa með þjóðinni. Með traustinu mun einnig fara forgörðum máttur Ríkisútvarpsins til að efla samvitundina. Fari svo er ólíklegt að nýliðarnir megni að reisa fallið merkið, bæði vegna smæðar sinnar, en þó enn frekar vegna þess að þeir eru ofurseldir markaðs- öflunum: Frumskylda þeirra er að framleiða hlustendur og áhorfendur fyrir auglýsendur. Eg tel þó ólíklegt að endirinn verði sá að ljósvakamiðlarnir öðlist sama sess með þjóðinni og dagblöðin hafa nú, heldur verður hlut- skipti þeirra enn dapurlegra. Flrun hins veraldlega veldis kirkjunnar reið ekki Islendingum að fullu fremur en öðrum vestrænum þjóðum og endalok hinna máttugu miðstýrðu ljósvakamiðla munu hvergi boða aldahvörf. En e. t. v. er óhætt að nefna það menningarsöguleg kaflaskil. Á slíkri stundu er tilefni til að staldra við og spyrja hvers sé misst og hvað fáist í staðinn.Eg er nógu mikill íhaldsmaður til að kvíða hruni Ríkisútvarpsins og ég er of mikill svartsýnismaður til að treysta því að það sem kæmi í staðinn mundi — í allri fjölbreytni sinni og grósku — fylla upp í skarðið sem Ríkisútvarpið skildi eftir. HEIMILDIR: Bagdikian, Ben. H. (1983): The Media Monopoly. Beacon Press, Boston. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.