Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 77
Hassanturninn „Mér finnst þetta ekkert fyndið,“ sagði hann. „Eg vildi óska að ég fengi að vera í friði svo að ég gæti skoðað mig um í næði.“ „Þeim gengur ekkert illt til,“ sagði hún. „Þau eru bara að reyna fyrir sér.“ „Jæja, þá vildi ég að þau reyndu ekki fyrir sér við mig.“ „Það sem þú vilt,“ sagði hún, „er land með engu fólki. Þar sem ekkert er nema staðir. Og hótel.“ „Hvaða vitleysa," sagði hann. „Mér er ekkert illa við fólk. Eg vildi bara óska að það væri ekki alltaf að reyna að selja mér eitthvað sem ég kæri mig ekkert um. Eg vil bara fá að vera í friði.“ „Mér finnst gaman að því,“ sagði hún og kerrti ögn fram hökuna; og hann hataði hana fyrir að segja þetta því að hann vissi að hún hafði ekkert gaman af fólkinu. Þvert á móti gerðu þeir hana dauðhrædda allir þessir útlendu svikahrappar og prangarar, þessir þöglu náungar, kuflklæddir og með hettur, og eina ástæðan fyrir því að hún vildi ekki að hann æpti að þeim var sú að hún var dauðhrædd um að hann leysti úr læðingi einhvern ofsa á móti eða árásargirni. Hún vildi láta hann hlæja til að sefa þá, hún var svo taugaóstyrk að hún myndi kaupa af þeim allt skranið ef hún væri skilin eftir ein, hroðvirknislega tuskuúlfalda, ömurleg ullarpottlok, hringi með illa slípuðum gervi- steinum. En ef hann keypti það sjálfur myndi hún fyrirlíta hann fyrir það, rétt eins og hún hefði litið niður á hann ef hann hefði skilið eftir rækjurnar og ólífurnar af ótta við fáfræði sína. Það var henni líkt að ásaka hann fyrir það sem hún var hrædd við, en sú var þó sannarlega tíðin að þau hefðu getað deilt þessum kvíða með sér, og alls ekki svo langt síðan. Jafnvel meðan langt og strembið tilhugalíf þeirra stóð yfir höfðu þau átt sér sameiningarstundir, stundir þegar hann gat nöldrað yfir fjölskyldu hennar og hún gert umburðarlynt gys að fjölskyldu hans án langra eftirmála en undanfarnar tvær vikur, eftir brúðkaupið, hafði gagnkvæm óvild þeirra, svo djúpstæð og fyrirsjá- anleg, fengið að blómgast og dafna og hveitibrauðsdagarnir höfðu eiginlega fyrst og fremst snúist um að hlúa að þeim óheillavænlega gróðri. Hann hafði vonað að þau gætu skilið eftir helstu ágrein- ingsefnin þegar þau færu frá Englandi, ágreiningsefni sem áttu ekki að skipta máli í erlendu umhverfi, en þess í stað höfðu þau einangrast í albreskri átakaveröld þar sem siðir þeirra hvors um sig voru orðnir óhugnanlega ýktir, rétt eins og þau væru breskt par til sýnis fyrir alla TMM V 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.