Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar
óþolandi, glottandi, frakka og háðslega krakkaskratta bursta þá, því
að hann þoldi ekki að aðrar hendur færu að óhreinka sig fyrir
peninga hans vegna. I hvert skipti sem hann kom að hótelinu eða fór
þaðan út, byrjaði strákurinn við dyrnar að söngla vísu á frönsku um
enska nirfilinn í skítugu skónum og Klói varð kuldaleg og stíf við
hliðina á honum.
Nú horfði hann á hana þar sem hún sat, dreypti á gininu og nartaði
kæruleysislega í dýru, litlu brauðferningana: Eins og ævinlega var
andlit hennar ófrítt þegar hún hafðist ekki að, dálítið sviplaust og
hörkulegt og þreytan eftir skoðunarferðirnar gerði það að verkum að
andlitssnyrtingin gat ekki leynt því hve hörundið var gróft og
líflaust. Það var honum sífellt undrunarefni hvað hún var í rauninni
ófríð og sviplaus, því að þegar hann kynntist henni fyrst hafði
honum þótt hún falleg, framandleg og sköpuð til að láta dást að sér;
nú þekkti hann hana betur og gerði sér ljóst að það var bara fjörið
sem gæddi hana vissum spennuþrungnum yndisþokka. Yndisþokk-
inn var raunverulegur en hún sóaði honum sjaldan á hann. Þegar hún
var alveg kyrr var hún ekki neitt, og þótt andlit hennar hefði á sínum
tíma heillað hann og skelft, vakti það nú fyrst og fremst með honum
samúð. Dag nokkurn fyrir mörgum mánuðum, rétt eftir að þau
trúlofuðust, hafði hún sýnt honum á trúnaðarstundu mynd af sjálfri
sér sem skólastelpu og þegar hann sá sljótt, sviplaust og búlduleitt
andlit hennar sem rýndi vesaldarlega inn í myndavélina í hópi
smáleitari og ásjálegri skólasystra, hafði hann fyllst örvæntingu, því
að í fyrsta skipti hafði honum þótt hún brjóstumkennanleg og ef það
var nokkuð sem honum var illa við þá var það viðkvæmni. En þá var
allt orðið um seinan og hann gat ekki fremur bægt frá sér freistingu
vorkunnseminnar en hann hafði áður getað staðist freistingar öfund-
sjúkrar aðdáunar. Smám saman, þegar fyrstu hugmyndir hans um
hana fóru að leysast upp í ruglingslega móðu, fann hann að hann fór
að rifja upp það sem aðrir höfðu sagt um hana, líkt og meira væri að
marka mat þeirra á henni og það gæti ekki verið að hann hefði gengið
að eiga konu af þessu tagi af einhverri skyldurækni. Oðrum þótti hún
lagleg og því hlaut hún að vera lagleg og hann gat sjálfum sér einum
um kennt ef hann sá það ekki lengur.
Þegar hún var búin með ginið og alla litlu ferningana nema einn
(hann gat ekki með nokkru móti fengið sig til að kalla þá snittur, ekki
68