Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 83
Hassanturninn Það reyndist vera nákvæmlega þetta sem hún ætlaðist til og álíka efablandinn og heima þegar hann þurfti langtímum saman að aka um London á mesta annatímanum, settist hann upp í bílinn og þau fóru að aka um og svipast eftir turni. Aksturinn var áhættusamur því að hann hafði ekki áttað sig á þeirri reglu að þeir áttu réttinn sem beygðu til hægri og fyrir bragðið hlutu Marokkóbúar að falla í áliti hjá honum við hver einustu gatnamót. En honum til nokkurrar undrunar komu þau fljótlega auga á eitthvað sem hlaut að vera turninn sem veitingahúsið þeirra dró nafn sitt af og þau lögðu því bílnum og fóru út til að skoða hann. Eins og hann hafði spáð var þetta óskiljanlegur turn, rétthyrnd, rauð bygging með skrauti sem þau botnuðu ekkert í og gersneyddur allri fegurð. „Jæja,“ sagði hún þegar þau höfðu starað þegjandi á turninn nokkra stund neðan af öruggri götunni. „Hann er víst eldgamall.“ „Hann virðist vera gamall,“ samsinnti hann. „Það hlýtur að vera gott útsýni ofanaf honum,“ sagði hún. „Sjáðu, það er fólk þarna uppi.“ Og það var reyndar fólk uppi á turninum. „Við gætum farið upp,“ sagði hún næst. „Hvað þá?“ sagði hann með ofsa sem var aðeins að hálfu leyti uppgerð. „Þér er ekki alvara? Alla leið þangað upp? Eg þori að veðja að þarna er ekki einu sinni lyfta. Eg ætla ekki að fara að klöngrast alla þessa leið til þess eins að gefa vasaþjófum færi á mér. Það mætti líka segja mér að það kostaði skildinginn að fara þarna inn.“ Hún svaraði ekki heldur rölti hægt áfram að litla, kyrkingslega grasblettinum kringum turninn. Hann elti hana, fylgdist með hreyfingum hennar með ólundarlegri ánægju: hún var í dökkbláu ullarpilsi og peysu og í skærri birtunni voru flíkurnar gæddar mattri og hlýrri áferð sem fór undarlega vel við hörund hennar. A grasblett- inum nam hún staðar og sagði án þess að snúa sér að honum: „Mig langar til að fara upp.“ „Vitleysa,“ sagði hann en elti hana samt að turnbyggingunni. Hann vissi að hún var búin að taka ákvörðun og hann var of hræddur við þetta land til að þora að láta hana fara eina og hann skammaðist sín líka fyrir að hún skyldi hafa hugrekki til að halda áfram þótt hún væri hrædd. Honum gramdist að vita að þótt hún væri hálflömuð af hugleysi þá myndu athafnir hennar stangast á við það: hún myndi 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.